Kleptokratísk gildi sjálfstæðisflokks

Bjarna Ben finnst ekkert að stefnu sjálfstæðisflokksins. Hann segir að flokkurinn vilji hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

En flokkurinn vill í raun bara hjálpa SUMUM til sjálftöku. Í raun og veru mjög fáum og einungis skyldfólki sínu og pólitískum vinum.

Hinum vill flokkurinn meina um sjálfshjálp með skattpíningum (einhverjir verða jú að halda uppi sjálftökufólkinu) og setur það í skuldaánauð.

Þetta er stefna sjálfstæðisflokksins og þetta er kallað kleptokratískt stjórnarfar.

Hvers vegna kom Björn Bjarnason í veg fyrir að rannsakað var hvernig 4000 til 5000 milljarðar hurfu út úr kerfinu?

Hvers vegna ræður Björn Bjarnason góðvini sína til þess að stýra nefnd sem á að heita óháð?

Heldur hann að Íslendingar séu heimskir og að niðurstöðurnar verði teknar trúanlegar?


mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki Bjarna til Jakóbína. Hann er ekki óvinurinn eða hans félagar.

Hann eða Björn eru ekki við völd núna - heldur vinstri stjórn - og á sama tíma búið að halda Morgunblaðinu uppi svo mánuðum skiptir af skattpeningum almennings. 

Vísa í bloggið hjá Jónasi í dag varðandi þetta, en það virðist vera sem að hér sé alger "rörsýn" í gangi í þjóðfélaginu. Óskiljanlegt miðað við það sem gengið hefur yfir. Ruglið er farið að næra sig sjálft.

Því í ósköpunum fór Morgunblaðið ekki í þrot og lagðist af. Útgáfustarfssemi sem gekk ekki upp fjárhagslega á góðæristímum gengur tæplega í kreppu næstu ára.

Er Morgunblaðið þjóðargersemi sem er ósnertanleg - einhverskonar óhagganlegt náttúrulögmál ? Eða erum við svo föst í fortíðinni að tilveran án blaðsins, sem reyndar hefur verið málgagn hægri manna, er óhugsanleg ?

Og hvað skeður ef þessi heilaga kýr fer aftur á hausinn ?

 Verður þá útbúinn nýr reikningur á okkur og börnin okkar ?

Ég tel að hér verði - að verða hugarfarsbreyting annars hreinlega fara bara allir héðan svo ég segi þetta á mannamáli.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hákon það þýðir ekkert að líta fram hjá því að þingið gerði EKKERT í allt haust. Hendur þessarar ríkisstjórnar eru líka bundnar af því að hún hefur ekki meirihluta og að framsókn er sífellt spriklandi og tefur mál.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með Hákoni hvað varðar þessa djöfulsins hringavitleysu með Morgunblaðið. Getur einhver komið með skýringu á því hvers vegna þessi útgáfa mátti ekki fara á hausinn fyrst reksturinn gekk ekki upp? Og hversu mörg mál sem tengjast lánastarfsemi gömlu bankanna eiga eftir að lenda á borgurum þessa lands?

Menn virðast bara vera huggulega sáttir við þau vinnubrögð þeirra að lána fyrirtækjum sem sýnilega höfðu ekki rekstrargrundvöll og leyfa þem að skuldsetja sig milljörðum umfram ábyrgðir. Og svo eiga bara aðrir veskú að borga!

Árni Gunnarsson, 3.3.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég tek reyndar líka undir þetta með moggann. Þar eru þó stjálfstæðismenn að verki. Ég hef áhyggjur af því að núverandi ríkisstjórn sé of lin við að hreinsa út spillingaröfl í skilanefndum og bönkum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband