Gríðarleg verkefni komandi ríkisstjórnar

Á þessu ári er fjárlagahallinn 153 milljarðar. Þetta þýðir að innheimta þarf aukinn skatt eða að skera þarf niður í útgjöldum ríkissins. Þetta vandamál skilar sér í vasa skattgreiðenda á einn eða annan hátt.

Hvað þýða 153 milljarðar fyrir einstaklinga. Jú það þýðir 464.000 að meðaltali fyrir hvern einstakling og tæpar 2 milljónir fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Miðað er við 50 milljarða niðurskurð á þessu ári en það þýðir að fjármagna þarf 100 milljarða halla en það er rúmlega 300 þús fyrir hvern einstakling. Skattahækkanir eru því óhjákvæmilegar þrátt fyrir niðurskurð.

Ástandið mun verða verra á næsta ári því þá hafa skatttekjur ríkisins náð botni.

Fjölskyldan þarf að greiða meira til ríkisins og hún þarf að draga saman við sig í samneyslunni.

Ég óttast að eigendur olíufélaganna, t.d. þeir í Engeyjarættinni sem hafa ekki látið sér muna um að henda milljörðum í fjárfestingarfélög ætli ekki að taka þátt í hallærinu en halda áfram að lifa í vellystingum. Ég treysti fólki úr þeirri fjölskyldu ekki til þess að reyna að jafna byrðarnar á þjóðinni. Verði byrðarnar ekki jafnaðar mun skapast neyð meðal tiltekinna hópa.

Það er hálf fyndið að hlusta á kosningaloforð við þessar aðstæður. Ég held að almenningur ætti að hunsa kosningaloforð og kjósa þá sem þeir telja líklegasta til þess að leiða þjóðina í gegn um þetta án spillingar og sérhagsmunagæslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt Jakobína. En eru þeir einstaklingar til? Jú ég vil trúa því.  Þeir eru bara of skynsamir til að trana sér fram eins og er. Þeir vona að aðrir taki við kyndlinum og leiði þjóðina úr þessum hörmungum og skapi nýtt samfélag. Þeir finna ekki hjá sér löngun til að taka þátt í stjórnmálum meðan þau eru jafn spillt og þau hafa verið. Þessir einstaklingar finna ekki hjá sér löngun til að koma illa fram við náungann, ljúga að honum, blekkja og svíkja hugsjónir sínar fyrir vafasama hagsmuni einhvers flokks. Ennþá hafa þeir þolinmæði til að gefa öðrum "hugrakkari" til að taka slaginn og vona það besta.

Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband