Hinn fullkomni viðskiptaglæpur?

Ágætur pistill Arinbjörns Kúld

Nokkrum vikum og dögum fyrir lokahnykkinn hófust undarlegir en skipulagðir fjármagnsflutningar á mili íslands og ýmissa landa í evrópu sem virðast hafa endað á litlum eyjum í suðurhöfum.

Loks þegar glæpurinn sprakk framan í þjóðina þá viðurkenndu stjórnvöld ósigur efnahagsundrins og tóku bankana yfir, settu stjórnendur og stjórn af. Umfang glæpsins var þeim ljóst strax frá fyrsta degi enda settu þau á neyðarlög og slíkt er ekki gert nema eitthvað verulega mikið er að eða hefur gerst. En þau reyndu að halda  umfanginu leyndu fyrir þjóðinni með upplýsingaskorti, misvísandi upplýsingum, þöggun, leynd, fjölmiðlaflótta og veruleikafirringu. Í ljós kom að stjórnendur bankana, stærstu eigendur og vinir þeirra höfðu komið undan þúsundum milljarða, það er a.m.k. ekki hægt að gera grein fyrir því hvar þeir eru og skilið landið eftir í ógnarskuldum ásamt því að hafa blekkt hundruð þúsunda erlendra sparifjáreigenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband