Hvað þarf að endurmennta marga?

Ofuráhersla hefur verið á menntun í fjármálafræðum, lögfræði, alþjóðalögfræði, alþjóðafjármálafræði, alþjóðafræðum o.s.frv. á liðnum áratug. Nú er þessu "vel" menntaða fólki sagt upp störfum í hundraðatali. Lítil þörf er fyrir þekkingu þess nú þegar fjármálakerfið hefur dregst saman.

Fólk hefur aflað sér þessarar menntunar með því að greiða há skólagjöld og taka á sig miklar námsskuldir.

Atburðarrás undafarinna mánuði sýnir að áróður fyrir einhæfri menntun og þekkingu í þágu auðvaldsins hefur lítið gildi þegar grunnurinn er spruninn undan kenningum peningahagfræðinnar.

Það vekur furðu mína hve menn eru afhuga því að fara að hugsa um hvernig byggja megi upp nýtt kerfi. Kerfi sem felur ekki í sér áhættu fyrir almenning og tryggir velferð sem flestra.


mbl.is Á annað hundrað missa vinnuna í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ég get alveg tekið undir það. Menntun í þessum greinum hefur verið á því plani sem hefur stundum verið kallað "cultural engineering". Þeas kennir fólki að hugsa "rétt" þeas rétt fyrir auðvaldið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 14:27

2 identicon

Ég væri til að sýsla við excel skjöl fyrir góð laun.

Hörður Halldórs. (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Væri ekki nær að tala um hjarðeðli frekar en sjálfstæða hugsun og gagnrýna?

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er verst Hörður að það er lítil eftirspurn eftir svoleiðis sýslu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 15:52

5 identicon

Bíddu ég skil ekki alveg... ég get ekki betur séð en að höfundur þessarar greinar virðist vera hámenntuð í ...já kannski ekki alveg praktískasta námi í heimi. En hver getur dæmt um það? Ætlar einhver að stíga fram og segja: ,,Já það er heimskulegt að læra rekstarverkfræði, hagfræði og viðskiptafræði! Allir sem það gera eru heilaþvegnar baunir! Hins vegar eru menn með Kand. mag. gráðu, í stjórnsýslufræði með áherslu á lýðheilsu- og félagshagfræði frá háskólanum í Gautaborg hreinir snillingar!"

Sorrý en eru menn ekki dálítið hrokafullir núna? 

Hildur Heimisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:20

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæta Hildur ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði þannig að ég veit nú varla hvernig þú tengir þetta hroka. Ég hef líka flakað fisk og sinn gamalmennum.

Málflutningur þinn er eins og málflutningur einstaklings sem hefur náð litlum þroska og telur sig hafa einkaleyfi á skítkasti.

Ég er ekki að gagnrýna einstaklinga hedur þann áróður sem hefur verið hafður uppi fyrir þekkingu sem hefur mjög takmarkaða gagnsemi nema í þágu auðvaldsins en háskólar sem kenna þessar greinar hafa skotist upp eins og gorkúlur hér á landi á undanförnum árum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:12

7 identicon

Já ég var nú ekki að gagnrýna þinn málflutnig, mér sárnaði frekar að sjá búkollu skrifa að þeir fjölmörgu sem hafa lagt mikla vinnu í að mennta sig í hinum ýmsu markaðsfræðum séu heilaþvegnar baunir í dós. 

Sjálf er ég nemi í LHÍ og starfa með skóla á elliheimili og við kennslu á því fagi sem ég stunda nám í.

Mér finnst bara að fólk eigi að geta valið námsgreinar í friði án þess að vera kallaðir heilaþvegnir. Ég var ekkert að ata neinn auri með þessari færslu en skil að þú tókst þetta til þín þrátt fyrir að Búkolla hafi verið sá/sú sem ég ætlaði að 'skamma'! Ég tek ofan af fyrir mikið menntuðu fólki, hvort sem það er með háskólagráður, verkmenntun nú eða bara mikla reynslu af lífinu sjálfu

Hildur Heimisdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband