Minni á grein eftir Jón Steinsson

Við þurfum að lifa með afleiðingum pólitískra ráðninga ekki bara í Seðlabankanum heldur einnig í dómskerfinu, lögreglunni, utanríkisþjónustunni, heilbrigðiskerfinu, ráðuneytunum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum og víða annars staðar. Við líðum öll fyrir þessar ráðningar á hverjum degi þótt það sé ekki augljóst nema þegar allt ef komið í óefni.

Annað sem við höfum ekki efni á lengur er að þeir sem standa sig ekki í starfi komist hjá því að segja af sér eða vera settir af. Það er nánast engin hefð fyrir því að embættismenn og stjórnmálamenn segi af sér á Íslandi. Einu dæmin um slíkt hafa með smámál að gera eins og bílakaup, laxveiði og nú síðast að reyna að koma höggi á samherja. En þegar hundruð milljóna tapast og nú í seinni tíð hundruð milljarða gerist ekkert. Meira að segja George Bush þurfti á endanum að láta Donald Rumsfeld, Michael Brown og Alberto Gonzales fara. Á Íslandi hefðu þessir menn setið sem fastast.

Við erum fámenn þjóð og því kemur oft upp sú staða að langhæfasti aðilinn til einhvers verks er í röngum flokki. Við þurfum nauðsynlega hugarfarsbreytingu í þessum efnum. Við höfum ekki efni á því að ganga fram hjá hæfasta fólkinu þegar kemur að stjórn mikilvægustu stofnana landsins.

Því má heldur ekki gleyma að það er mannréttindabrot að mismuna fólki á grundvelli stjórnmálaskoðanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð!!!

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband