Var almenningur svo skattpíndur í valdatíð sjálfstæðisflokks að hann þurfti að lifa á lánum?

Rannsóknir hafa sýnt að skattar hækkuðu kerfisbundið í 18 ára stjórnartíð sjálfstæðisflokks. Skattabyrðin var þyngst á þeim sem höfðu minni tekjur

Vaxtabætur voru þurrkaðar út hjá stórum hópi fólks

Barnabætur hafa verið hverfandi litlar

Þjónustugjöld af ýmsu tagi hafa hækkað, t.d. hefur fólk sjálf þurft að greiða fyrir rannsóknir á sjúkrahúsum.

Skólagjöld hafa hækkað

Meira segja hluti af menntun barna þarf að greiða fyrir s.s. íþróttir og tónlist.

Bókakostnaður í menntaskólum er óheyrilega dýr

Við þetta bættist okur byggingabraskara, verðbólga og okurvextir

Já og ekki má gleyma að við þurfum að borga Finni Ingólfssyni 8.000 í skatt fyrir afnot af aflestrarmælum hitaveitunnar.

Ójöfnuður í tekjum hefur aukist markvisst í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins.

Spilling hefur hvergi verið meiri í hinum vestræna heimi og þeir munu halda áfram að leppa auðvaldið.

Í Bretlandi er heilbrigðisþjónusta og tannlækningar fyrir börn fríar en ekki eru Bretar frægir fyrir að vera góðir við þá sem minna mega sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tengdasonur minn hefur greitt 300.000 í lækniskostnað á sl. einu og hálfu ári!! Vegna þess að læknar hafa ekki fundið út hvað er að hrjá hann. Svona er fría heilsugæslan hér. Nærtækt dæmi.

Rut Sumarliðadóttir, 12.3.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband