Ábyrgð viðskiptaráðs

Viðskiptaráð er sagt hafa komið 90% af því í gegn á alþingi sem það hefur óskað eftir. Hafa leppar þess unnið markvisst að því að einkavæða heilbrigðisþjónustu og aðrar ríkisstofnanir?

Nú vill viðskiptaráð að gjaldeyrishöft verði afnumin og segja að það sé mikilvægt. Mikilvægt fyrir hverja? Það er mikilvægt fyrir almenning að gjaldeyrir sé ekki hreinsaður úr landinu.

Viðhorfsbreyting er einn stærsti vandi íslensks samfélags í dag,“ sagði Erlendur. Tortryggni og jafnvel rætni gætti í garð fyrirtækja og forsvarsmanna þeirra. Þrátt fyrir að þessi viðhorf væru að einhverju leyti skiljanleg fældu þau menn frá atvinnurekstri.

Ég held að þessi Erlendur ætti að skammast sín.

Það er mjög mikilvægt fyrir almenning að treysta ekki auðmönnum sem keyrt hafa þjóðina í kaf í græðgi sinni og það er engin rætni við það.

Auðmennirnir hafa ekki breyst. Þeir vilja bara halda áfram að græða á almenningi og senda leppa sína í stjórnmálin til þess að tryggja regluleysi viðskiptalífsins og komast yfir eignir ríkisins.

Þeir vilja áframhaldandi einokun, verðsamráð, fákeppni og okur.

Það er barátta oligarkanna.


mbl.is Lækka vexti þegar í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér, enn og aftur...  Þessi Erlendur ætti að hafa vit á því að biðjast innilegra afsökunar á Exista og afleiðingum gjörða Herforingjaráðs Verzlunarmannafélagsins, valdið þjóðinni óbætanlegu tjóni með sinni "frekju".

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:36

2 identicon

Grunn-element óreiðumannanna - græðgi og stjórnleysi breytast ekki á einni nóttu.

Og samúðin er engin.

Klassi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Snilld,

Takk fyrir

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband