Á fólk sem fékk há lán fyrir verðbréfakaupum að fá styrk frá skattgreiðendum?

Á síðustu árum hafi það færst í vöxt að einstaklingar, sem hafi notið lánstrausts, hafi fengið mikið fé að láni til þess að kaupa verðbréf. Árið 2003 töldu 120 einstaklingar fram meira en 50 milljónir króna í skuldir. Einn framteljandi skuldaði þá meira en 400 milljónir. Fimm árum síðar, árið 2008, skuldaði 1.841 framteljandi meira en 50 milljónir. Þar af skulduðu 44 meira en 400 milljónir og 18 framteljendur skulduðu meira en 1.000 milljónir króna hver. Skuldir þessara 18 einstaklinga námu samtals 31,7 milljörðum króna.
mbl.is 15.685 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, ekki krónu. Frekar að við hin, sem aldrei tókum þátt í vitleysunni, ættum að fá verðlaun fyrir fyrirhyggjuna!

Björn Birgisson, 18.3.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í mörgum löndum eru lán til verðbréfakaupa flokkuð með spilavítisskuldum og fást ekki innheimt af dómsstólum.  Þar af leiðandi lána erlendir bankar ekki einstaklingum til hlutabréfakaupa nema gríðarleg veð liggi að baki.  Hins vegar er neytendalöggjöfin á Íslandi svo slöpp og götótt að alt var og er leyfilegt.  Ég gleymi aldrei þegar ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu:  Kaupið hlutabréf á raðgreiðslum VISA

Já það er dýrt að hafa ekki þrískipt lýðræði eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.3.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband