Maður nennir nú varla að blogga um þessa vitleysu

Eru engir menntaðir hagfræðingar, skipulagsfræðingar, verkfræðingar o.s.frv í vinnu hjá ríki og bæjum? Datt engum í huga að tékka á því hvort að það væri þörf fyrir alla þessa steypu?

Tæplega 450 fokheldar og nýjar íbúðir í Hafnafirði fyrir utan einbýli, raðhús og parhús. Hvað voru menn að hugsa? Fáránleikinn uppmálaður og menn segja úbs þetta var bara óvart, við ætluðum að græða svo mikið að við gleymdum að meta hagkvæmnina.

Hvers vegna snarstoppuðu allar byggingaframkvæmdir um leið og bankarnir hrundu?

Áttu þessir byggingaraðilar ekkert fé?

Hverjir lánuðu þeim?

Hverjir eiga í raun og veru þessar íbúðir?

Verða skuldir á þeim afskrifaðar?

Hvernig er hægt að vera með OF neikvæða umfjöllun um þessa vitleysu?

Getur verið að það sé ekki fjallað nóg um þetta?

Ó já svo gagnrýna menn að einhver hafi látið sér detta í hug að tékka aðeins á þessu.


mbl.is Gagnrýna fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér finnst stórmerkilegt hvað lítið hefur verið fjallað um byggingarverktaka.....

Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 01:11

2 identicon

jæja segðu,voru allir á fríu viagra?

zappa (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Byggingaverktakar virðast hafa haft ótrúlega góðan aðgang að lánsfé, enda voru þeir fljótir að stöðva framkvæmdir þegar þrengja fór um aðgengi að lánsfé. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þessu er haldið undir mottunni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hvað með sveitarfelögin? Finnst ykkur ekkert óeðlilegt við það hversu mikil áhersla var lögð á að skipuleggja stöðugt ný hverfi til að geta selt lóðir sem í raun var engin þörf fyrir? Er verktökum einum um að kenna hér?

Soffía Valdimarsdóttir, 20.3.2009 kl. 10:34

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég get varla hugsað ógrátandi um þessar lóðaúthlutanir og brask.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:40

7 identicon

Ekki ætla ég að reyna að verja byggingarverktaka og braskara sem slíka enda alveg ljóst að allt of mikið hefur verið byggt. En þessi mál eru mjög flókin og hér á eftir fer mjög einfölduð útskýring á málinu.

Á seinnihluta 10. áratugarins var lítið framboð af lóðum sem sprengdi upp verið á þeim þannig að þegar farið var að bjóða upp á lóðir var veriðið orðið allt of hátt. Þetta aukna framboð var svo fljótlega stutt af fjármálamarkaðnum sem eðlilegt verð og var ekki tiltökumál að fá allt að 100% lán út á lóð (Frjálsi = SPRON). Við aukið framboð gerðist það svo að verið hækkaði mjög mikið til viðbótar, skrítið en gerðist samt (aftur Frjálsi). Í slíku ástandi og þegar svo bætist við eftirspurn og mikið lánsframboð er ekki nema eðlilegt að mikið sé byggt og selt.

Svo gerist það að bankar hrynja og þá er ekki nema eðlilegt að menn hætti öllum verkum enda orðið alveg öruggt að ekki verður hægt að selja þessar eignir og þar sem flestir eru með eigið fé upp á ca. 20% af kostnaði eru menn búnir að binda allt sitt og hvorki vilja né geta haldið þessu áfram eða snúið sér að öðru þar sem allt féð er bundið í verðlausri eign (verðlaus af því engin er kaupandinn).

Að sjálfsögðu eru það bankar og aðrar fjármálastofnanir sem hafa lánað fyrir þessu og væntanlega liggur ekki annað fyrir þeim en að leysa þetta til sín og reyna að koma þessu í verð til að tapa sem minnstu (gömlu bankarnir = erlendir kröfuhafar). Verktakarnir tapa þá sínum 20% sem nú þegar hafa verið lögð í verkið.

Hvert og eitt hús er örugglega sér ehf. og er það af fleiri en einni ástæðu. Önnur er sú að verja sig sjálfan og sitt fyrirtæki ef svona mál koma upp og hitt er vegna VSK uppgjörs sem er frekar flókið og ógegnsætt ef þetta er allt á sömu kennitölu.

Það er hins vegar mest ámælisvert er að á árunum 1998 - 2002 var talað um að nýbyggingaþörfin væri 800 - 1200 íbúðir á ári og taldi þá þjóðin ca. 272.000 – 287.000 manns. Nú er þjóðin ca. 319.000 og hefur því nýbyggingaþörfin aukist í ca. 915 – 1370 íbúðir á ári til að halda sama hlutfalli af fólksfjölda. Þess vegna eru 450 íbúðir bara í Hafnarfirði eitt og sér rosalegt og er þá eftir að telja restina af Höfuðborgarsæðinu. Þarna eru fjármálafyrirtæki og sveitarfélög mjög sek og auðvitað verktakar sem gættu ekki að sér og gerðu smá könnun á því sem þeir voru að gera. Ég vill líka skella skuldinni á Samtök Iðnaðarins að hafa ekki haldið utan um þessi mál fyrir hönd byggingariðnaðarins og leiðbeint mönnum (það er sennilega bannað, samkeppnishindrandi).

Svo er það eitt þessu til viðbótar og það er að hvert verk (ca. 30 íbúða fjölbýli) tekur um 12-24 mánuði frá því að eignarhald fæst á lóð og þangað til það er fullbúið og því er ekki auðvelt að sjá svona fyrir. Þeir sem brunnu inni með ¾ hluta klárað verk hófust kannski handa í byrjun árs 2008 eða jafnvel enn fyrr eða fyrir mitt ár 2007 þegar allir voru ríkir (þó allt væri út á krít).

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband