Sjálfstæðismenn vilja fá að einkavinavæða náttúruauðlindirnar

Frá því segir í Smugunni að Sjálfstæðismenn neiti að skrifa undir frumvarp um stjórnlagaþing og aðrar lýðræðisumbætur.

Í Smugunni segir m.a.:

Sjálfstæðismenn vilja ekki samþykkja fyrstu grein frumvarpsins sem tryggi þjóðareign auðlinda. Þeir leggjast gegn fleiri atriðum frumvarpsins eins og breytingu á kosningalögum og stjórnlagaþingi.

Það kemur mér ekki á óvart að sjálfstæðismenn skuli ekki vilja samþykkja aukið lýðræði og verndun þjóðareignar auðlindanna.

Sjálfstæðismenn vilja koma auðlindum í hendur fárra líkt og gert hefur verið með kvótann. Aðgerðir að þessu tagi taka getuna af fólki til þess að afla sér viðurværis þegar að fyrirtækjum þóknast til dæmis að flytja inn láglaunavinnuafl og þess háttar. þeir eru varasamir þessir peyjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þessir auðvalds- og spillingarflokkur vera að taka enn eina skóflustunguna að eigin gröf (sbr. sér grefur gröf þótt grafi ).

Málið er að þjóðin hrópar nú á réttlæti og jöfnuð eftir þær sjúklegu og stjórnlausu atlögu sem  hún hefur mátt þola undanfarin ár.

En það er litla samúð að finna hjá þessari hjörð sjálfstæðismanna. Enda ekki von á breytingum hvorki nú né síðar. Það er til of mikils ætlast.

Svo nú er bara að kjósa rétt í vor og merkja við breytingar:

x við Borgarahreyfinguna

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hákon, ég vænti þess, að þú fylgist með fréttum. Ég geri það og í kvöldfréttum dagsins voru þau tíðindi, að ríkisstjórn, heilagrar Jóhönnu. væri runnin á rassinn með að breyta kosningalögum. Hvers vegna ? Það var, vegna þess að það þarf 2/3 hluta alþingismanna til að breyta lögum um kosningar til alþingis !

Þannig er það, að Sjálfstæðisfolkkurinn, einn flokka, mun og getur bjargað þessarri endemis stjórn, VG og Samfó frá því að fremja stjórnarskrárbrot (ég nefni ekki örflokka á borð við Framsókn og Frjálslynda Flokkinn).

Það er skrýtið, að eini Fjórflokkurinn (sá langspilltasti) skuli vera sá eini, sem forðar okkur frá því að verða algjört bananaalýðveldi.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.3.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Jakobína, þú talar um varasama peyja !

Kona, líttu þér nær! Hverjir eru fremstir í þá veru að koma auðlindum okkar, Íslendinga, undir Evrópuauðvaldið nema Samfó (og Framsókn) ? Þú er sennilega fremur VG en Samfó ? Það skiptir reyndar ekki máli. Hafðu þín vandræði útaf fyrir þig. Samfó og VG hafa lýst því yfir, að þeir muni mynda ríkistjórn að loknum kosningum (með ræfils Framsókn til vara).

Sagt var einhverntíma, að allt væri Íslandi til ógæfu. Það bendir margt til þess, að saga okkar muni endurtaka sig, hvað þetta varðar. Þjóðin verður að taka því, sem hún kýs yfir sig, ekki satt ?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega borið verulega af leið og það ber að harma, Hann er samt eini flokkurinn, sem er heill varðandi afstöðuna til ESB. Það er stóra málið !

Valdasjúkir menn innan VG virðast hafa ráðið för innan VG á landsfundi þeirra um síðastliðna helgi. Flokkur VG breiðir út faðminn á móti Samfó varðandi ESB og á sama landsfundi útilokar flokkur VG samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þótt innan raða hans finnist mætir menn eins og Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds o.f. Spurningin er, hvort þessir heiðursmenn fái nokkru um ráðið, nær ESB verður á dagskrá innan VG eftir kosningar ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.3.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kæri Kristján fyrir mér eru stjórnmál ekki trúarbrögð. Þegar einhver stjórnmálaflokkur hefur hagað sér eins og honum sé stórnað af glæpamönnum eða nautheimskum einstaklingum þá einfaldlega hafna ég viðkomandi fokkum.

Ég hef ekki fengið betur séð en að Bjarni Ben sé jákvæður gagnvart inngöngu í ESB. Ég held að ég sé alla vega meira á móti ESB en Bjarni. Þú vilt kannski fá mig sem formann flokksins.

Eru ekki allir stjórnmálamenn valdasjúkir?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:05

5 identicon

Takk fyrir kommentið Kristján.

Eins og ég fullyrti þá  hrópar þjóðin nú á réttlæti og jöfnuð eftir þær sjúklegu og stjórnlausu atlögur sem  hún hefur mátt þola undanfarin ár. 

Meðal sjálfstæðismanna á þingi og í þjóðfélaginu að sjálfsögðu má finna margt gott og gegnheilt fólk en þessi flokkur birtist mér sem framvarðasveit  siðspilltra og gráðugra auð- og valdamanna sem engu eira.  Reyndar orðið töluvert var við stórfurðulega afstöðu og stefnu manna, sem á stundum má segja að sé veruleikafirrt - eða nánar tiltekið eins og menn séu ekki alveg í "sambandi". Mjög skrítið, en svona er þetta bara.

Frelsi og svigrúm til athafna er gott, en frelsi sumra og djörfung á ekki að bitna á öðrum. Frelsi einstaklinga kallar á sjálfstjórn og hana höfum við ekki séð séð hjá of mörgum einstaklingum í lykilstöðum hér of lengi.

Árangurinn af þessu stjórnleysi er gjaldþrot þjóðar.

Það er ekki forsvaranlegt, sanngjart né eðlilegt að hagsmunir örfárra ráði ferð núna á þessum erfiðu tímum. Því er það að ríkisstjórn næstu ára verður að vera ríkisstjórn réttlætis og jöfnuðar, en nú má ekkert út af bera.

Því þurfum við nú að efla og virkja ný öfl í íslenskum stjórnmálum og vil ég leggja mitt á vogarskálarnar. Ég styð því Borgarahreyfinguna og merki við x O í vor.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ég segi bara kvitt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.3.2009 kl. 00:53

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæta Jakobína, ég get tekið undir það, að valdafíkn sé fylgifiskur þorra stjórnmálamanna. Þetta hefur reyndar smitað út til almennings, þannig að nú finnast stjórar í hverjum kima þjóðfélagsins, Ég nenni ekki að reka það frekar, en ég er andvígur því, að auðlindir þjóðarinnar komist á fárra hendur, án þessa að sanngjörn leigugjöld komi fyrir.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.3.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband