444 miljóna klúður nefndar vegna Icesave reikninganna

Þessari nefnd var stýrt af Áslaugu Árnadóttur sem nú situr í Icesave nefndinni sem kölluð er mikilvægasta nefnd Íslandssögunnar.

Ég spyr hvort það geti verið að þetta ákvæði ESB hafi ekki verið innleitt vegna þess að stjórnendur Landsbankans hafi sagt við nefndina að þeir hefðu keypt/væru að kaupa tryggingar á frjálsum markaði. Þessi skýring hefur flogið um en að það hafi síðan reynst svo að Landsbankinn hafi ekki keypt neinar tryggingar en nefndin hafi tekið skýringar stjórnenda Landsbankans góðar og gildar og ekki beðið um kvittun vegna tryggingakaupana. 440 milljóna klúður þar.

Ég skil ekki skýringar Moggans á því hvers vegna ákvæðið var ekki innleitt og hef grun um að hún sé þvæla ekki síst vegna þess að ef þetta ákvæði hefði verið innleitt hefður tryggingar bankans styrkts en ekki veikst.

Menn virðast endalaust vera að reyna að ljúga sig frá hlutunum


mbl.is Gátu sparað 444 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði undanþáguheimildin verið nýtt, þá hefðu möguleikar bankans til að afla "heildsöluinnlána" minnkað verulega. Þetta var Landsbankanum fullkunnugt um, svo og þjónustufulltrúa hans - sjálfstæðisflokknum.

Ríkisábyrgðin var beyta og ástæðan fyrir því að undanþáguheimildin var ekki nýtt er einfaldlega sú að það hentaði ekki viðskiptahagsmunum bankans. Hef reyndar heyrt ávæning af því að mun stærri hluta innlána mætti skilgreina sem "heildsöluinnlán"

Þetta er enn eitt dæmi þess að "viðskiptahagsmunir" séu teknir fram yfir hagsmuni almennings.

sigurvin (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband