Óþroskaðir, ruglaðir, hræddir?

Benedikt Jóhannessyni sagði að umræðan um Evrópumál í Sjálfstæðisflokknum væri ekki nægilega þroskuð, menn í Sjálfstæðisflokknum rugluðu saman hugtökum.

Ragnhildur Helgadóttir fyrrum ráðherra flokksins virðist telja að sjálfstæðismenn láti stjórnast af hræðslu.

Hræddir og ruglaðir, ekki gott.


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi sami Benedikt kom í Silfur Egils í nóvember. Hann rökstuddi samþykki sitt fyrir framsal löggjafarvalds til Brussel með því að "okkur hefur ekki gengið allt of vel að stjórna okkur sjálf svo gerir það nokkuð til."

Svona röksemd gengur kannski á þriðja glasi á pöbbnum en ekki í alvöru umræðum. Síðan hef ég ekki tekið manninn alvarlega.

Ég var heldur ekki alveg sammála Ragnhildi um að menn væru að blanda saman óskyldum hlutum. Eftir lögtöku Lissabon samningsins verður búið að gera það mikla breytingu á ESB að það er alveg hægt að rökstyðja samanburð við Gamla sáttmála.

Haraldur Hansson, 27.3.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætli þeir hafi farið í umskurn?

Rut Sumarliðadóttir, 27.3.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Skil reyndar ekki afhverju þeir eru hræddir. Kannski halda þeir að upp komist öll óráðsían þeirra frekar ef við erum í ESB. En afhverju ekki leyfa okkur að hefja umræður til að sjá hvað er ú boði?   Við hvað eru þeir svona hræddir?

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 27.3.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er örugglega ýmsar ástæður fyrir hræðslunni en megin ástæðan er einfaldlega upplýsinga og þekkingarskortur.  Á undanförnum árum er búið að spinna upp svo miklar tröllasögur að ímyndunin er orðin raunveruleiki.

Það er faktískt verið að fást við svipað fyrirbrigði og þegar íslendingar trúðu því að það væri byggðir útilegumanna uppá hálendinu.  Því var trúað í fullri alvöru bara fyrir rétt um 100 árum.

Svo eru sögulegar ástæður eða frekar söguskoðunar og/eða túlkunarlegar ástæður sem líka kynda undir paranojuna.    Gamli Sáttmáli,    Eigi skal höggva, Jón Arason og synir hans allir etc.  Tyrkjaránð og Spánverjavígin og þess háttar.  Einar Þveræingur og þeir bræður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 17:23

5 identicon

Hræðsla við að missa tökin á hagsmunagæslunni fyrir hina útvöldu. Þar er óttinn.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband