Forræðishyggjan í fyrirrúmi

Hvers vegna þarf að gefa réttlausu fólki rétt? Hverra er það að gefa rétt? Fólk þarf ekki að fá rétt gefins, rétturinn er meðfæddur og það er fólksins að taka hann en ekki að þiggja hann sem ölmusu frá fólki eins og Árna Páli.

Árni Páll vísaði til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og sagði það hlutverk flokksins að gefa réttlausu fólki rétt. Auk aðgerða til hjálpar heimilunum yrði líka að tala um réttindamál. Samfylkingin yrði að blása kjarki í fólk til að þora að taka áhættu, sem væri nauðsynleg til að skapa ný störf.

Það þarf að ryðja burt hindrunum sem standa í vegi fyrir því að ný störf skapist. Í því tilliti er sérhagsmunagæsla stjórnmálaflokkanna alvarlegasta hindrunin.


mbl.is Áhersla á jafnréttismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að Árni Páll haldi stundum að hann sé Guð almáttugur

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 12:31

2 identicon

Mér finnst þessi orð Árna Páls vera með þeim merkari sem ég hef lesið.

Hvaða rétt á Árni Páll í íslensku samfélagi sem ég á ekki? Minntist hann nokkuð á það?

Hvaða Íslendingar eru það sem að mati Árna Páls eru réttlausir?

Þegar Árni Páll fer að blása þá vona ég að hann blási fram hjá mínu heimili - hrædd um að farið gæti fyrir mér eins og gríslingunum þremur sem misstu hús sitt þegar úlfurinn blés.

Skondin þessi söguskoðun Árna Páls um að Bríet hafi gefið rétt! Bríet og samtíðarkonur hennar fengu ekki að njóta hæfileika sinna eins og karlar. Bríet sótti fast á um að það fengju þær að gera. Kvenréttindakonur fyrri ára gáfu íslenskum komun ekki rétt heldur ruddu þær brautina fyrir okkur sem á eftir komum.

Árni Páll þarf að lesa sögu íslenskra kvenna og trítla niður úr fílabeinsturninum sem mér sýnist að hann hafi hreiðrað um sig í.

Íslenska alþýðu vatnar ekki blástur frá Árna Páli. Íslensk alþýða þarf mikið frekar að losna við fólk sem fer yfir akra blásandi á þá sem þar eru fyrir.

Réttur eins endar þar sem réttur næsta manns byrjar. Líka stjórnmálamanna!

Helga (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband