Eru skuldir eignir?

Hugsunarháttur sem hefur dregið þjóðina á vonarvöl. Núverandi ríkisstjórn heldur samfélaginu uppi á lánum og hunsar raunhæfar aðgerðir til þess að koma þjóðinni úr skuldasúpunni. Fyrirtæki er farin færa skuldir sínar sem eignir.

Í hvaða andskotans furðuveröld lifum við eiginlega?


mbl.is Lán ríkis fært sem tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég varð mjög hissa þegar ég las þetta í Mbl. í morgun.  Ég hef unnið mikið við bókhald og aldrei heyrt það fyrr að lántaka væri færð sem tekjur og myndaði þar með eign.  Ef þetta er löglegt þá eru skuldugustu fyrirtækin þau verðmætustu.

Jakob Falur Kristinsson, 15.4.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Held það hafi verið einmitt svona sem menn reyndu að reka bankakerfið hér, þ.e.a.s. þar til það hrundi auðvitað. En ef þetta er ennþá leyfilegt get ég þá ekki bara tekið lán og fært það sem tekjur líka? Farið svo í greiðslumat og sýnt fram á tekjurnar, fengið hærra lán út á það, og svo koll af kolli þannig að ég þarf aldrei á minni lífstíð að gera neitt sem skapar verðmæti? Eða stendur slík "fyrirgreiðsla" kannski aðeins til boða fyrir þá sem eiga banka og sérstaka "vildarvini" þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég klóraði mér lengi í hausnum við þessa frétt. Skuldir eru orðnar tekjur og þá væntanleg tekjur skuldir???

Arinbjörn Kúld, 15.4.2009 kl. 12:43

4 identicon

Kanski thurfum vid ný hugtök og skilgreiningar á theim svo ad unnt sé ad komast út úr "1984"-hugtakaferlinu!

Gunnar Benediktsson

Gunnar Benediktsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:32

5 identicon

"Neikvæðar eignir" má kannski kalla þær    ég kann nú betur við "skuldir".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband