Skiptir velferð fatlaða ekki máli?

Nú er kosningabaráttan hafin rétt fyrir kosningar. Þingmenn heilsa fólki og brosa breitt. Hvað gera þingmenn eftir kosningar? Halda þeir áfram að brosa og muna þeir kosningaloforðin?

Ég stóð niðri í Kringlu í allan dag og spjallaði við kjósendur. Þegar ég kom á kosningamiðstöð Frjálslynda flokksins í Glæsibæ klukkan sex biðu mín skilaboð frá konu sem vildi vekja athygli á málefnum fjölfatlaðra.´

Ég hringdi í konuna sem sagði mér að fyrir hverjar kosningar hefði hún hringt í öll kosningaframboð til þess að vekja athygli á því að hundar hafi meiri vernd en fjölfatlaðir þegar kemur að sumardvalarúrræðum.

Konan sagði að ekki er gerð krafa um að þeir sem opni sumardvalarheimili fyrir fjölfatlaða eldri en átján hafi til þess leifi eða að gerð sé krafa um tilskilin gæði vistunar. Ég hef ekki kannað þetta sjálf en þætti ágætt að fá athugasemdir um þetta frá fólki sem þekkir til.


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband