Sjálfstæðishugsjónin virkar hjá ríkisendurskoðun

Guðlaugur Þór þáði tveggja milljóna króna kosningastyrk frá FL Group á sama tíma og hann var stjórnarformaður í OR.

FL Group var á þeim tíma einn stærsti hluthafi í Geysi Green Energy sem til stóð að sameina REI sem var í eigu OR.

Ekki tilefni til úttektar er sagt.

En er ekki tilefni til þess að taka stjórnsýsluna í gegn?


mbl.is Ekki tilefni til úttektar á störfum Guðlaugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er ekki tilefni til þess að ummæli þín verði kærð og Ríkisendurskoðun standi fyrir því?

Áfellisdómur þinn yfir Ríkisendurskoðun er vægast sagt alvarlegur og þín vegna vona ég að þú hafir eitthvað á bakvið þessa dylgjur þínar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.4.2009 kl. 14:53

2 identicon

Það vita allir sem vilja hafa augun opin að SJálfstæðisFLokkurinn er búinn að koma sínu fólki fyrir á ýmsum póstum hjá ríkinu. Dómaraskipan hefur oft vakið athygli, það þarf ekki að grufla lengi til að ráma í pólítískar embættisráðningar hjá æðsta dómstigi landsins. Eitt af því sem þessi ríkisstjórn þarf að, gera er einmitt að þrífa upp í skúmaskotum eftir alltof langa valdasetu FLokksins.

Ef Ríkisendurskoðun hefur sloppið við pól. ráðningar er það besta mál, ef ekki þarf líka að taka til þar.

Kolla (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hræðsluáróður í boði hræddra sjálfstæðismanna. Takk fyrir Ólafur ekki ófyrirséðar trakteringar þó. Ríkisendurskoðun er ekki hafin yfir gagnrýni þeirra sem greiða kaupið þeirra, þ.e. skattgreiðenda.

Ég held annars að þú ættir að fara á námskeið í að lesa texta ásamt þöggunarfræðingum spilltra embættis og stjórnmálamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að Ólafi þyki bara svona vænt um þig enda er hann dyggur lesandi skrifa þinna.  Þetta er svona einhverskonar ástarhaturssamband.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband