Málaliðar annarlegra markmiða!

Hann er ekkert að leyna því þessi ágæti maður að íslenskir "valdhafar" eru einungis strengjabrúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuleggur hrun atvinnulífs á Íslandi.

Samkomulag ASG og ISG virðist ganga út á að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn leggi fram áætlun sem miðar að því að rústa atvinnulífi og heimilum en samfylkingin sjái um að nýta sér örvæntingu fólks til þess að koma auðlindunum undir valdið í Brussel.

Franek Rozwadowski, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Næsta stig í aðlöguninni sé að aukin áhersla er lögð á endurreisn.

Hugsanlega megi þá létta á vaxtastefnu og gjaldeyrishöfum. Hvað varðar vaxtastefnuna segir hann að nú þegar hafi orðið umtalsverð lækkun á stýrivöxtum, en að við núverandi aðstæður megi þó ekki lækka stýrivexti of mikið eða of hratt.

Stýri vextir eru fimmtán sinnum hærri á Íslandi en hjá öðrum þjóðum víða í Evrópu. Aðgerðir á Íslandi er í hrópandi ósamræmi við þau ráð sem gripið hefur verið til annar staðar til mótvægis við fjármálakreppuna. Áætlun AGS er að rústa atvinnufyrirtækjum og skapar hér kjörin tækifæri fyrir þá sem vilja komast á brunaútsölur. Hverjir eru eigendur krónubréfanna og verða að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishaftanna?

Áður en það geti gerst verði að auka traust erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu. Það verði t.d. gert með því að koma jafnvægi á ríkisfjármálin. Verði vextir lækkaðir mikið eða hratt nú er hætt við að það myndi setja óheppilega mikinn þrýsting á krónunnar til frekari lækkunar.

Hvers vegna er það meginmarkmið að auka traust erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu. Er íslenska hagkerfið til fyrir fólkið í landinu eða erlenda fjárfesta? Það er skömm að horfa á að valdhafarnir skuli beigja sig undir þessa forgangsröðun AGS og gefa skít í fólkið í landinu.

Þá sé hugsanlegt að nauðsynlegt reynist að viðhalda gjaldeyrishöftum um nokkurn tíma, jafnvel í nokkur ár. Þegar fram líði stundir verði hugsanlega hægt að slaka á höftum, t.d. fyrir flutninga á nýju fjármagni. Við slíkar aðstæður myndu höftin hins vegar vera áfram á því erlenda fjármagni, sem nú þegar er í landinu.

Hvaða nýja fjármagn eru þeir að tala um?


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir sem tala fyrir því, að svokölluð aðstoð AGS sé forsendan fyrir efnahagsbata hér á landi, en viðurkenna að saga hans sé vafasöm, nota oft rök eins og:

-að það sé forsenda til að endurvinna traust á Íslandi.

 -annars séum við að einangra okkur frá umheiminum og þá fyrst fari að syrta í álinn

-að það sé forsenda fyrir erlendri fjárfestingu sem á víst að vera lykillinn að endurreisn landsins.

-Ásamt ýmsu öðru órökstuddu bulli.

 Umhugsunarefni er aðkoma AGS að málefnum Argentínu  í kring um síðustu aldamót. Reynslan þaðan er ekki í neinu samræmi við þetta, hún er reyndar þver öfug  það var ekki fyrr en þeir losuðu sig við sjóðinn sem Argentína byrjaði að rétta úr kúttnum og það eingin smávegis bata. Argentína er eitt mest vaxandi hagkerfi á vesturhveli, fáttækt minkar hratt, þjóðarframleiðsa vex um rúm 8% á ári, o.s.frv.

(sjá: http://www.cepr.net/index.php/op-eds-&-columns/op-eds-&-columns/how-argentina-jump-started-its-economy/)

undir stjórn AGS minkaði  Argentínska hagkerfið verulega og skuldasöfnun var gígantísk

Nú eru aðstæður á Íslandi ólíkar því sem er í Argentínu og ég hef ekki hagfræði þekkingu til að meta hvaða áhrif sá munur hefur en þetta hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir fylgismenn AGS 

Einnig má benda á að AGS kerfisbundið metur ástandið í Argentínu vitlaust fyrir og eftir að þeim var sparkað. þ.e.

fyrir: ofmat AGS vöxt (hjöðnun) efnahags Argentínu

en eftir: Vanmat AGS enhag Argentínu

(sjá: http://www.cepr.net/index.php/op-eds-&-columns/op-eds-&-columns/how-argentina-jump-started-its-economy/)

Ættum við ekki að reyna að læra af reynslu annarra??

Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir innlitið. Þetta er einmitt kjarni málsins. Það hafa ekki heyrst haldbær rök fyrir veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins né heldur hvers vegna sækja eigi um aðild án þess að samþykki þjóðarinnar liggi fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband