Skattheimtan í vasa valdhafanna

Ríkisbáknið hefur blásið út undanfarin 20 ár og hafa valdhafarnir vilja skrifa það á aukna þjónustu velferðakerfisins.

Það er þó ljóst að eftir því sem skattbyrði jókst á almenningi voru þjónustugjöld fyrir opinbera þjónustu aukin og dregið úr þjónustu á mörgum sviðum.

Aukin skattheimta virðist hafa verið ætluð til annarra hluta en að bæta velferð almennings eða auka jöfnuð í samfélaginu.

Þegar menn sem trúað hefur verið fyrir að stýra þjónustu við almenning ráða ættingja sína til starfa má spyrja hver heilindin séu við mat á kostnaði við aðkeypta þjónustu.

Það þykir ólíðandi í siðmenntuðu samfélagi að ráða fjölskyldu sína til starfa hjá hinu opinbera.

Verst að núverandi ríkisstjórn er í sama sukkinu. Velferð almennings er enn aukaatriði í ákvörðunartöku.


mbl.is LÍN leitar til Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru mjög athyglisverðar vangaveltur, sérstaklega þetta:

"Það er þó ljóst að eftir því sem skattbyrði jókst á almenningi voru þjónustugjöld fyrir opinbera þjónustu aukin og dregið úr þjónustu á mörgum sviðum.

Aukin skattheimta virðist hafa verið ætluð til annarra hluta en að bæta velferð almennings eða auka jöfnuð í samfélaginu."

Það er alveg furðulegt að skattbyrði var stöðugt aukin, sérstaklega á lægstu laun, en jafnframt voru tekin upp þjónustugjöld fyrir nánast allt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:26

2 identicon

Nú líður mér betur... búin að fá útrás hér fyrir ofan!

LÍN. Ég stend í stöðugri skuld við LÍN, LÍN gerði mér mögulegt að stunda nám mitt, nám sem skilaði mér góðri og skemmtilegri stöðu hjá fyrirtæki sem mér finnst gott að vinna hjá.

Stöðuga skuldin er náttúrulega til staðar, ég fékk lánið á 2% vöxtum og 2 ár til þess að koma fótunum undir mig áður en innheimtuaðgerðrnar hófust - ég skil ekki vextina 2% eða hvað?

... hljómar vel fyrir þá sem tóku lán á almennum markaði, en þessi lán eru alls ekki umsemjanleg, dregin af launum í gegnum vinnuveitanda eins og skatturinn ef á þarf að halda. Svo bónvegurinn sem tók að fá þetta lán! Ég þurfti að byrja námið mitt með eigin fjármögnun, nema ég átti ekki aur og fékk yfirdrátt út á Námslánið ....  ahh... vextir.... Saga sem enginn nennir að hlusta á.

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband