Taka ekki sönsum

Það sér það hver sem tilbúin er að beita dómgreindinni að athafnir þriggja síðustu ríkisstjórna eru að keyra landið í þrot.

Hvað segja þeir sem bera ábyrgð á þessum óskapnaði?

Jú, þeir segja að það séu vonbrigði að gengi krónunnar hjá Seðlabankanum sé ekki farið að hjarna við að neinu marki eftir hrunið í fyrrahaust.

Menn sem hafa hvorki dómgreind né þekkingu til þess að taka á vanda í kjölfar bankahrunsins lýsa yfir vonbrigðum! Eru það viðbrögðin við klúðrinu? Hvernig væri að endurskoða stefnuna?

Nei það ætla þeir ekki að gera. Sennilega halda þeir bara áfram að lýsa yfir vonbrigðum og telja þá væntan lega að þessi vonbrigði þeirra séu til einhvers gagns.


mbl.is Krónan veldur vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessi ummæli eru hræsni hjá stjórnvöldum því það er stefna þeirra að halda gengi krónunnar í þessari lægð næstu ár eftir því sem spá Seðlabankans er sem er jafngild stefnu ríkistjórnarinnar.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.5.2009 kl. 15:33

2 identicon

Þessar þingmanna/kvenna hræður okkar eru lyddur fram í fingurgóma.

Og það sem verra er, þá held ég að þau reiði ekki vitið í þverpokum heldur.

J.þ.A (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband