Hvernig tala háttvísir?

Nú streyma snatar samfylkingarinnar fram á völlum og skamma fólk fyrir að gagnrýna samfylkinguna og kalla það óháttvísi. Já í fullkomnum heimi samfylkingarinnar væri bannað að gagnrýna hana.

Óháttvísi samfylkingartaglhnýtinga er ekki mín óháttvísi. Það sem kallað er óháttvísi, á þessum vígstöðum, er sjálfsagður réttur til málfrelsis. En málfrelsi fer í taugarnar á samfylkingu enda er ýmislegt sem samfylking ekki þolir dagsljós ef marka má leyndarhyggjuna á þeim bæ.

Í heimi fræða og þekkingar þykir gagnrýni ekki óháttvís heldur er þetta skilgreining sem er tekin fram í heimi forheimskunnar og kúgunnar.

Ég var að lesa upphaf greinar eftir kunnan fræðimann, Dean Baker, en hún hefst svona:

Virtually the whole economics profession somehow managed to overlook the largest housing bubble in the history of the world. Remarkably, few, if any, economists were fired or even demoted for their extraordinary incompetence. Unlike dishwashers and factory workers, economists are not held accountable for their performance.

This is disturbing not only for its moral implications, but more importantly because the lack of accountability means that economists have no incentive to ever start thinking for themselves rather than just repeating the conventional wisdom in the profession.After saying silly things about the housing market for much of the last decade, the same crew is now saying equally sillythings about the value of the dollar and the budget deficit.

Það er einfaldlega hlutverk fræðimanna á horfa gagnrýnum augum á samfélagið og benda á það sem betur má fara.

Íslenskir fræðimenn hafa valdið mér verulegum vonbrigðum í kjölfar bankahruns. Hvar er gagnrýnin umræða? Er það vegna háttvísi eða heigulsháttar og meðvirkni sem íslenskir fræðimenn láta lítið á sér kræla (á því eru heiðarlegar undantekningar) og hluti þeirra gegnir beinlínis erinda valdhafa með áróðri og blekkingum.

Dean Baker bendir á að þeir sem hafa klúðrað fjármálakerfinu með heimskulegri hugmyndafræði haldi áfram upteknum hætti.

Það sama má segja um íslenska stjórnmálamenn. Þeir sem klúðruðu efnahagsstjórn landsins halda enn uppteknum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Dean Baker fjallaði um Ísland væri hann sagður sýna óháttvísi og dónaskap af samfylkingarmönnum.  Sjálfsagt þykir mörgum hann mikill dóni að leyfa sér að gagnrýna efnahagsstefnu Obama (Sérstaklega val hans á efnahagsráðgjöfum), nýja átrúnaðargoðsins á vesturlöndum. Ég man ekki hvar ég sá það en hann líkti valinu á Larry Summers við það að velja Osama bin Laden til að stýra stríðinu gegn hryðjuverkum (Óháttvísi!! Kannski, en afskaplega beinskeytt og skýr gagnrýni, sérstaklega í ljósi  ferils Summers og þátt hans í kreppunni). Gagnrýni af þessu tagi fynst mér eiga fullan rétt á sér þó það svíði undan stundum, því hún varpar oft nýju ljósi á gjörðir manna.

Það að kalla mútur, mútur, er ekki óháttvísi heldur tilraun til að vinda ofan af spunanum.

Hroki og yfirlæti gerir menn ótrúlega viðkvæma fyrir gagnrýni.

Bendikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband