Tónninn að þyngjast í almenningi

Almenningur er að átta sig á alvarlegri stöðu þjóðarbúsins. Mér finnst hjákátlegt að hlusta á Bjarna Ben tala um aðgerðarleysiskostnað. Hann virðist ekki átta sig á því að það eru venjulega Ríksstjórnir sem búa til ný orð. Ég er þeirrar skoðunnar að forysta sjálfstæðisflokksins eigi bara að hafa skömm til þess að þegja.

EN....Ríkisstjórnin er að svíkja þjóðina. Ríkisstjórnin boðar harðar aðgerðir. Steingrímur telur upp hvað Ríkisstjórnin er að gera. Það breytir því ekki að Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt sem gæti bætt framtíðarhorfur þjóðarbúsins.

Ég horfi agndofa á stjórnvöld.

Hvers vegna er ekki verið að gera neitt sem skiptir máli í stað þess að vera endalaust að vernda útvalda aðila? Hafa menn ekkert lært?

Hvers vegna er stóriðjan ekki rukkuð um auðlindaskatt?

Hvers vegna er ekki verið að byggja upp atvinnutækifæri sem leiða af sér raunverulega verðmætasköpun?

Hvers vegna er erlendum lánadrottnum ekki sagt að þjóðin geti ekki borgað skuldir sem hún stofnaði ekki til?

Já og Álfheiður Ingadóttir fær prik frá mér fyrir að gagnrýna að stöður bankastórnanna skuli ekki auglýstar.

Hún fengi annað prik ef hún færi líka fram á nýjar skilanefndir óspilltra einstaklinga sem kunna að leggja saman og draga frá myndu settar yfir gömlu bankanna.


mbl.is Brýnt að auglýsa bankastöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna þyrpist fólk ekki  lengur niður á Austurvöll og ber potta og pönnur?  Er það vegna þess að þeir sem það gerðu kusu þessa ríkisstjórn?  Hvar er Hörður Torfa núna?  Hann hlýtur að vera sáttur með gang mála úr því að ekkert heyrist frá honum lengur.  Ég er ekki sátt, ekkert er gert fyrir heimilin.  Þeir sem komu búsháalda byltingunni af stað, þeir bera ábyrgð.  Þeir tóku þátt í að breyta um ríkisstjórn, en eftir kosningar hefur ekkert gerst til að bæta hag heimilana, alt hækkar og fleyri og fleyri eru komnir í þrot.  Hvar er alt fólkið sem stormaði niður á Austurvöll?  Hafa allir sem þar mótmæltu fengið lausn sinna mála?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 03:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er rétt, hvar er fólkið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.6.2009 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband