Nota leyndarhyggjunna óspart í valdnýðslunni

Vinir Björns Bjarnasonar reyna að losna við Sigríði Benediktsdóttur úr rannsóknarnefnd Alþingis. það hvarflar ekki að nokkrum manni að halda því fram að glæfralegt gáleysi hafi ekki verið árhrifaþáttur í aðdraganda bankahruns.

Að halda því fram er eingöngu að halda fram viðtekinni alþýðuvitneskju og er enginn trúnaðarbrestur. Að vísa til almenningsálitsins dregur ekki úr hæfni viðkomandi til þess að starfa faglega.

Tengsl Páls Hreinssonar við Björn Bjarnason sem er tengdafaðir náins samstarfsmanns Björgólfs Thors vekja hins vegar alvarlegar spurningar um hæfni Páls Hreinssonar í hlutverk formanns rannsóknarnefndarinnar.

Vanhæfni virðist vera orð sem íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn misnota til þess að styðja glæpamennina til þess að komast upp með glæpi sína.

Það er alltént alvarlegt mál ef forstjóri fjármálaeftirlitsins sem ber verulega ábyrgð á ástandi íslensks þjóðarbús skuli ætla að hafa áhrif á skipan þessarar nefndar með því að misnota orðið "vanhæfi" og umturna merkingu þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Og sjá!  SPILLING út um allt!  Útlendingarnir eru bestir til starfans, en samt gerum við þeim erfitt fyrir.  Þetta er sorglegt. Ég vona bara að Íslendingar geri sig ekki að meiri öpum en orðið er og gefi Evu Joly myndugleika í ÖLLUM málum, mannaforráð og fjármuni og láti hana TAKA TIL í samfélaginu, þessu gegnspillta og viðbjóðslega samfélagi sem við lifum í.

Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Við munum hver hæfni Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóri FME var? Hann var stuttbuxnadrengur úr Heimdalli. Það er allt á sömu bókina lært í þessu spillta kerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til.

Margrét Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 14:00

3 identicon

Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum?  Er  þeim fyrirmunað að nota eitthvað sem heitir "skynsemi?"

j.a. (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er einfaldlega vanhæfni vegna einhverra tengsla á öllum póstum dómsvalds og lögreglu í dag á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband