Stjórnmálamenn og útrásarglæframenn græða á bankahruninu

Brunaútsölur fara nú fram á eignum sem skattgreiðendur hafa byggt upp

Lífeyrisstjóðir sukka

Eignir sem almenningur hefur byggt upp eru seldar á gjafvirði og leigðar síðan almenningi á okurverði

Samfylkingin sér tvær þjóðir í þessu landi. Þjóð hinna útvöldu sem ekki þarf að hlíta landslögum og þjóð hinna forsmáðu sem SKULU borga skuldir hinna útvöldu.  

Í skjóli þeirrar ringulreiðar sem skapaðist við bankahrunið gengur nú samfylkingin fram og skapar samfélag ójöfnuður á mælikvarða sem ekki hefur sést um aldir á íslandi.

Mannréttindi eru brotin, réttarríkið hunsað, réttindi til afnota af auðlindum eru seld erlendum alþjóðafyrirtækjum, íslensk menning er í hættu. Velferðinni er rústað. Til hvers?

Á wikipediasegir um Geysir green energy:

Geysir Green Energy (eða GGE) er í eigu Atorku, Íslandsbanka hf., VGK-Invest og Reykjanesbæs og sérhæfir sig í verkefnum tengdum orkuframleiðslu á há- og lág-hitasvæðum. Geysir Green Energy var stofnað 5. janúar 2007. Þann 30. apríl 2007 keypti fyrirtækið 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á 7,6 milljarða.

Meðal helstu verkefna fyrirtækisins eru ENEX, dótturfyrirtæki sem þróar orkuver sem nýta jarðhita. Enex-China sem er samstarfsverkefni á milli Enex og kínverska fyritækisins Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation. Loks Exorka annað fyrirtæki sem er rekið á Húsavík sem sérhæfir sig sömuleiðis í nýtingu jarðvarma og vinnur að nýtingu lághita til raforkuframleiðslu m.a. í Þýskalandi. Jarðboranir eru í eigu Geysis Green Energy ásamt 80% hlutar í Envent, sem vinnur að verkefnaþróun í jarðhita í Filippseyjum. Félagið á einnig hlut í Ram Power Inc. verkefnaþróunarfélags í jarðhita í Bandaríkjunum og WesternGeoPower, sem vinnur að byggingu 35 MW jarðhitavirkjunar í Kalíforníu í Bandaríkjunum. Þann 29. júní 2007 keypti Geysir Green Energy 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Heildarkaupverð var 15 milljarðar íslenskra króna. Geysir Green Energy er einn af stofnaðilum Keilis menntastofnunar á háskólastigi á Suðurnesjum.

Árni Sigfússon heldur áfram að selja eignir Keflvíkinga sem þeir eru búnir að byggja upp með þjónustugjöldum og útsvari í áratugi:

Af 13 milljarða kaupverði verða 6 milljarðar greiddir með skuldabréfi sem greiðist á 7 árum. Sem sagt Keflavíkurbær sem er á hausnum lánar einkafyrirtækjum 6 milljarða.

Og um krosstengsl. Hrafn Magnússon sem er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða er stjórnarmaður í Atorku sem er einn af meginhluthöfum Geysis Green Energy.  Hann er einnig í stjórn Jarðboranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband