Almenn gildi menningar og skilnings forsmáð á Íslandi

Hugmyndin um lýðræði og mannréttindi byggir á hugmyndum um frelsi og valkosti.

Yfirvöld á Íslandi hafa um áratugi unnið gegn gildum siðmenningar með áróðri, mótun tungutaks sem almenningur skilur ekki og uppbyggingu valdakerfis sem sér við lýðræðinu.

Sú stefna sem Ríkisstjórnin rekur núna þjónar þeim tilgangi að skapa samfélag mismununar, samfélag frelsisskerðingar og samfélag sem býður upp á fá tækifæri fyrir stækkandi hluta þjóðarinnar sem lendir undir fátækramörkum.

Ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og kennir sig við vinstri er að selja auðlindirnar á vald alþjóðafyrirtækja, skapa láglaunasvæði á Íslandi og örvæntingu sem leiðir til upplausnar.

Ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og kennir sig við vinstri er að velja þá leið að fórna framtíð Íslands til þess að tryggja sín eigin þægindi.

Ég heyri sífellt fleiri tala um að þeir séu tilbúnir til að takast á við erfiðleika í samtímanum til þess að tryggja framtíð samfélags sem virðir jöfn tækifæri og mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heyr! heyr! 100% sammála!

Auðvitað eigum við fólkið í landinu að vera tilbúið til að taka þátt í nýrri uppbyggingu á Íslandi! Skapa réttlætissamfélag sem virðir jöfn tækifæri og mannréttindi.

Það er þó mín skoðun að það verði ekki gert með núverandi flokkakerfi. Heldur þurfa meiriháttar stjórnskipunarbreytingar að koma til!

Guðni Karl Harðarson, 28.6.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Eygló

Ég vil frekar taka á mig skert lífskjör NÚNA heldur en að setja vandamálin á frost... fyrir næstu kynslóðir til að greiða úr. Þær eiga það ennþá síður skilið en við sem nú tórum.

Eygló, 28.6.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Elle_

Ég vil taka undir allt sem kom fram að ofan.

Elle_, 28.6.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband