Það vantar ansi mikið í þessa frétt

T.d. hvernig á að endurgreiða þessi lán.

60 til 70 milljarðar á ári (varlega áætlað) vegna Icesave plús hvað 70 milljarðar á ári af Norðurlandalánunum og hvað með AGS lánin...20 milljarðar það...og ekki er allt upp talið..

Hvar ætlar Ríkisstjórnin að fá gjaldeyrir fyrir þessu.

Ríkisstjórnin telur líklegt að hagvöxtur aukist en allar aðgerðir hennar miða að því að MINNKA hagvöxt.

Aðferðafræði andskotans í boði AGS og heimskra valdhafa.


mbl.is Norrænu ríkin lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Heimskra valdhafa??? Þú segir nokkuð Bína mín. Ekki fannst mér fyrri valdhafar standa sig vel í að steypa okkur í glötun og ekki hef ég heyrt þá hósta eða stynja í þá átt að bjarga okkur á nokkur máta. Þvert á móti reyndu þeir að hylja yfir glæpina mánuð eftir mánuð.

Manstu hvað Geir Haarde sagði í einu af fyrstu viðtölunum eftir bankahrunið?

"Við erum að spá í að stofna nefnd sem gæti hugsanlega farið yfir þessa þætti"   sagði hann þegar hann var spurður út í hvort ætti að rannsaka þátt einstaklinga í hruninu.

Frábær valdhafi það. Gerir sér svo upp veikindi og flýr af hólmi eins og hundur með skottið á milli lappanna á ögurstundu þegar mest á reynir.

Nei Jakobína. Ef þú ert með lausnina, komdu þá fram með hana í stað þess að níða þá niður sem eru að reyna. Ég er sjálfstæðismaður, en ég fagna því að vinstri menn skuli taka til í stað þess að hægri menn þrífi upp eftir sig og sópi öllu undir teppi.

Þó er ég mjög ósammála þeim í því sem þeir eru að gera núna. Ég er samt ekki nógu óþroskaður til að kalla þau "heimska valdhafa".

Lifðu heil.

Baldur Sigurðarson, 1.7.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er þeirrar trúar að fólk sem setið hefur inni á þingi í tugi ára sé fast í kerfishugsun og hafa ekki í sér frumlegar lausnir en það eru þær sem við þurfum á að halda núna.

Ég kalla þá valdhafa heimska sem taka að sér verkefni sem þeir ráða ekki við.

Ég kalla þá valdhafa heimska sem koma ekki auga á að endalausar lántökur eru að draga þjóðarbúið dýpra í skítinn og skammast mín ekkert fyrir að segja það.

Ef þú ágæti sjálfstæðismaður vilt að ég bendi á lausn þá væri ágætis byrjun að reka landstjórnann (AGS) heim, alla stjórnmálamenn af þingi sem eru búnir að sitja lengur en eitt til tvö kjörtímabil og fara að leysa vandann út frá forsendum okkar samfélags en ekki forsendum AGS sem hefur velferð Þjóðarinnar ekki í huga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ein af stóru spurningunum í dag er einmitt þessi: Hvernig eigum við að borga allt þetta til baka um 240-250% erlendar skuldir sem hlutfall af landsframframleiðslu?

Arinbjörn Kúld, 1.7.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband