Þetta eru ekki erlend lán...

...heldur gengistryggð lán

...eða man einhver eftir því að hafa fengið lánið sitt útborgað í yenum eða evrum?

...Við skulum heldur ekki gleyma að þessi lán eru ólögleg.

Ríkisstjórn sjálfstæðismanna og samfylkingar gleymdu nefnilega að breyta lögum sem banna þetta fyrir viðskiptaráð.


mbl.is 115 milljarða erlend bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í bransanum kallast þessi lán erlend lán.

Arnþór (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Engu að síður rangnefni. Þetta eru gengistryggð lán.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 17:46

3 identicon

Fólk tók þessi lán á sínum tíma vegna þess að þau voru ekki verðtryggð og vextir þóttu lágir. Gengi krónunnar var óvissuþátturinn. Enginn kvartaði á meðan það var hátt og þessi lán þóttu því hagstæð. Öllum sem tóku þessi lán mátti þó vera ljóst að mikil hætta var á veikingu krónunnar -- þeir sem tóku þessi lán veðjuðu á það að sú veiking yrði minni en verðbólga á Íslandi, og því myndu lánin hækka minna en verðtrygging innlendra lána. Þetta gekk ekki eftir eins og við vitum nú, en þegar fólk tekur þátt í fjárhættuspili þýðir lítið fyrir það að kvarta þótt maður tapi -- enda kvartaði enginn á meðan myntkörfulánin voru hagstæðari en innlend lán.

HH (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

HH þú segir:

"Öllum sem tóku þessi lán mátti þó vera ljóst að mikil hætta var á veikingu krónunnar"

Hvernig veist þú hvað öllum mátti vera ljóst. Var ekki logið að fólki fram að hruni bankanna.

Venjulegt fólk er ekki hagfræðingar.

Bankarnir ráðlögðu þessi lán og það voru sérfræðingarnir.

Voru sérfræðingar bankanna að ljúga vísvitandi eða mátti þeim ekki ver ljóst að mikil hætta væri á veikingu krónunar?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 18:18

5 identicon

Bankarnir stóðu sannarlega að þessum lánum af fyllsta ábyrgðarleysi, en það þurfti ekki mikla hagfræðikunnáttu til að vita að íslenska krónan er einhver óstöðugasti gjaldmiðill á byggðu bóli. Varnaðarorð gegn lánum eins og þessu voru líka margendurtekin í fjölmiðlum. Auðvitað er ekki hægt að uppfræða alla, en kann ekki að vera að ansi margir látakenda hafi sótt í þau vegna þess að til skamms tíma virtust þau hagstæð og því stukku þeir á þau? Var áhættusæknin kannski ekki aðeins bundin við bankastjóra?

HH (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

HH heldur þú virkilega að fólk hafa verið að sækjast eftir því að komast í þá stöðu sem það er í í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 19:39

7 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

HH!

Skifaðu undir nafni, þegiðu ella! 

Arnmundur Kristinn Jónasson, 2.7.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband