Heimsk eru ráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Ríkisstjórnin er að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn draga sig á asnaeyrunum í skuldaklafa sem þjóðin ræður aldrei við.

Samkvæmt ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er verið að rústa atvinnulífinu, heimilunum og selja annað á brunaútsölum.

Krónan endurspeglar nú arfavitlausa efnahagsstjórn.

Alþjóðafyrirtæki eru í startholunum og ætla að hirða auðlindir og verðmæt fyrirtæki þegar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að koma þjóðabúinu í þrot.

Aðgerðir í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ekki annað en að draga úr þrótti þjóðarinnar.

Icesave samningurinn hefur aðeins einn tilgang og hann er að gefa Bretum og Hollendingum löglega leið til þess að hirða af okkur verðmæti, orkuauðlindir, fiskimiðin og annað sem þeim hugnast.

Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að sökkva þjóðarbúinu í skuldafen sem það ræður ekki við og tryggja alþjóðafyrirtækjum aðkomu að rústunum.

Hvernig stendur á því að Ríkisstjórnin tekur þátt í þessum níðingshætti gagnvart almenningi.


mbl.is Engin krónuviðskipti á millibankamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Peningar og völd? Fyrsta persóna eintölu? Fjölskyldan?

Eru þetta ekki ágætis ástæður til þess að fórna öðru fólki?

Átt þú ekki eitthvað drasl frá NIKE eða álíka?  Hafðir þú miklar áhyggjur af þeim þrælum sem þær vörur saumuðu þegar þú keyptir vöruna?  Heldur þú að aðrir hafi meiri áhyggjur af þér og þínum en þú hefur af þeim og þeirra?

Ég held reyndar að fólk sé svona heimskt, það lifir enn í þeirri trú að menn ætli því ekkert illt.  Margir halda líka ennþá að af því að við erum fá og hvít, þá fáum við einhverja sérmeðferð.

Björn I (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Réttast var

a) Handataka alla fjárglæpamenn

b)Setja í þrot fórnarrekstur lánokrara: með óeðlilega skuldahala og lítinn eða engan hagað af eiginlegum rekstri í ljósi skattaskýrslna.

c) Reisa upp  nýtt og lítið skuldsett velferðar þjóðfélag sem byggir á hátekjum  allra einstaklinga Íslands.

þá væri engin IMF hér, ekkert atvinnuleysi, ekkert lyfjaleysi.

Velstæðar fjölskyldur og hamingja og bjartsýni í öllum samfélagslega sinnuðum hjörtum.

Palli einn í heiminum er ekki til að gráta.

Hvaða leið var farinn? Hverjir viðhalda henni?

Hagfræðingur götunar.

Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af öllum fréttum hefur mér skilist það að þessi Alþjóða -gjaldeyrissjóður bjóði náðarfaðminn en beiti hryggspennutökum fyrr en varir þá sem í honum lenda.

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband