Össur Skarphéðinsson á að segja af sér

Ótrúlegt kæruleysi.

Vissi ekki af lögfræðiálitinu.

Hvers vegna ekki?

Hvers vegna er Össur ekki búin að kynna sér öll gögn samninganefndarinnar?

Kann hann ekki ensku?

Var þetta skjal ekki þýtt?

Fengu Þingmenn aðgang að þessu skjali?

Eða var því haldið leyndu fyrir þingmönnum?

Er samfylkingunni svo í mun að komast í ESB að hún sé tilbúin til þess að setja þjóðarbúið á hausinn að óþörfu?


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kann hann ekki ensku?

Góður punktur lögfræði merkingar breskra orða liggja ekki á almannafæri.

Hinsvegar gildir slíkt ekki í frönsku og þær auðkenndar í löggiltum orðabókum.

Þá mun oft gilda að ef breska orðið er hliðstætt því franska  sem hefur lögfræðimerkingu þá gildir sama merking fyrir það enska.

Ég er vissum að fleiri en Össur eru ekki læsir á Breskar lögfræðimerkingar.

Enda völdust hér áður fyrr oft lögfræðingar í embætti ráðherra af þeim sökum m.a.  Þá var líka latína kennd.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Össur lærði sitt fag við breskan háskóla þannig að ég efa ekki að hann skilji ensku.

Það var hins vegar ekki í hans verkahring að kynna sér öll gögn samninganefndarinnar enda málið á forræði fjármálaráðuneytisins og hann hefur aldrei verið fjármálaráðherra. Hann er heldur ekki lögfræðingur að mennt og því hefur hann einfaldlega þurft að treysta á að þeir lögfræðingar, sem fjármálaráðuneytið hefur fengið til að fara yfir málið séu starfi sínu vaxnir. Hann hefur ekki lögfræðiþekkingu til að rengja þeirra niðurstöðu.

Hvað þetta skjal varðar þá kemur fram í því að þeir hafi ekki fundið neitt, sem þeir álíti að geti gert íslenska ríkið ábyrgt fyrir Icesave skuldbindingunum og því telji þeir ástæðu til að skoða málið nánar. Þetta orðalag og það að þeim var aldrei formlega falið að kanna þetta bendir til þess að þetta sé aðeins niðurstaða lauslegrar athugunar þeirra, sem þurfi að skoða betur. Með öðrum orðum þá er þetta lausleg athugun þeirra sett fram í þeim tilgangi að fá íslensk stjórnvöld til að kaupa af þeim meiri þjónustu fólgna í því að kanna málið nánar.

Það að ekki var keypt slík þjónusta af þessari tilteknu lögfræðiskrifstofu segir ekki endilega að slík lögfræðiþjónusta hafi ekki verið keypt.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2009 kl. 14:41

3 identicon

Grunur um mútur frá ESB til Samfylkingar verða alltaf meiri og meiri í mínum huga. "Ekkert nýtt í fréttinni af því að það hafa alla tíð verið efasemdir og deilur MEÐAL ÍSLENDINGA um ábyrgð á Icesave" segir Össur .. en bíddu er þetta ekki bresk lögfræðistofa sem styður efasemdirnar, er það ekki ný frétt???

Guðný (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 14:44

4 identicon

Þetta er augljóslega ekki lögfræðiálit heldur hefur þessi stofa væntanlega verið að senda samninganefnd sína punkta til að fá það verkefni að gera lögfræðiálit, bjóða fram sína þjónustu eins og raunar kemur skýrt fram með þeirra eigin orðum.

Arnar (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður M Grétarsson þú skautar fram hjá þeirri staðreynd að Össur Skarphéðinsson er utanríkisráðherra og á sem slíkur að vera inni í málefnum sem varða samskipti við aðrar þjóðir í veigamiklum málum. Icesave deilan er óvefengjanlega veigamikið mál.

Það er líka óskiljanlegt hvernig samfylkingin tekur sífellt stöðu með Gordon Brown og á móti þjóðinni.

Ég er farin að trúa því að forysta samfylkingarinnar sækist eftir völdum til þess að geta unnið að hagsmunum Breta og Holldendinga gegn Íslendingum.

Samfylkingin ver sífellt málstað Hollendinga og Breta og vinnur gegn hagsmunum Íslendinga.

Hvernig verður það útskýrt?

Guðný ég er reyndar lengi búin að vera þeirrar skoðunnar að forysta samfylkingarinnar vinni að hagsmunum ESB en ekki Íslendinga.

Áróður í boði samfylkingar er að öllum líkindum hannaður í búðum Brussel valdsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jakobína. Þú misskilur verksvið ráðherra ef þú telur að það sé í þeirra verkahring að lesa öll álit og umsagnir um þau mál, sem fjalla um þau mál, sem þeir þurfa að taka afstöðu til. Til hvers heldur þú þá að allir aðrir starfsmenn ráðuneyta þeirra séu? Hvað heldur þú að ráðherra þyrfti marga klukkutíma á dag til að fara yfir það allt? Hvorir eru betur til þess fallnir að fara yfir lögfæðiálit og meta hver þeirra skipta máli og hver ekki, lögfræðingar ráðuneytis eða ólöglærður ráðherra?

Heldur þú að verskastkipting milli ráðuneyta séu upp á punt? Ef ákveðið er að þetta mál eigi að heyra undir fjármálaráðherra þá stendur það. Ráðherrar í ríkisstjórninni verða að treysta hver öðrum.

Það að vilja semja í Icesave deilunni jafngildir ekki því að taka afstöðu með Gordon Brown og á móti Íslendingum. Þetta er einfaldlega sú leið, sem stjórnvöld telja besta til að koma okkur út úr þeim efnahagserfiðleikum, sem við erum í. Hvað er það, sem þú telur að þú hafir til brunns að bera til að vita betur en þeir hvernig best er að gera það?

Guðný. Hvað hefur þú fyrir þér í því að Samfylkingunni sé mútað frá Brussel? Höfum það í huga að þó Evrópusambandið standi með Bretum og Hollendingum í þessu máli þá er þetta ekki deila milli okkar og Evrópusambandsins heldur milli okkar og Breta og Hollendinga.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður M Grétarson er of mikið til ætlast að þú lesir það sem ég skrifa áður en þú svarar. En ég segi að utanríkisráðherra á sem slíkur að vera inni í málefnum sem varða samskipti við aðrar þjóðir í veigamiklum málum. Icesave deilan er óvefengjanlega veigamikið mál. Ég segi EKKI að hann eigi að vera inni í öllum málum.

Verkaskipting er ekki það sama og einangrun. Þú hefur lítið vit á skipulagi ef þú telur að verkaskipting eigi að koma í veg fyrir samvinnu og þekkingu.

Og þú spyrð:

Hvað er það, sem þú telur að þú hafir til brunns að bera til að vita betur en þeir hvernig best er að gera það?

Ég hef tíu ára menntun í stjórnsýslu, skipulagi og ýmsu því sem lýtur að hagfræði og þekkingu. Mér er fullkunnugt að doktorinn Össur telur að fiskifræði sér góð undirstað fyrir alþjóðastjórnmál og að flugfreijan Jóhanna telur það sem hún telur líklegt sé góður grundvöllur ákvarðanatöku.

Ég tel hins vegar að þetta fólk sé að rústa samfélaginu með þröngsýni sinni og eiginhagsmunahyggju. OG ég hef fullan rétt til þess að hafa þá skoðun enda sat þetta fólk í Ríkisstjórn sem rústaði efnahag þjóðarinnar.

Þessi ályktun mín sækir styrk í þá staðreynd að bæri telja sig bær til þess að taka þátt í Ríkisstjórn með þetta klúður í farteskinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2009 kl. 17:30

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Innilega sammála þér enda nýbúinn að senda Össur sömu píluna.  Furðulegt þegar fólk getur endalaust réttlæt sinnuleysi þessa fólks og baráttuleysi fyrir íslenska hagsmuni.  

Vissulega er mat Sigurðar rétt ef ráðuneytin væru uppfull af gögnum sem styðja málstað Íslands, en ef slíku er ekki til að fara eins og Borgunarsinnar halda fram, þá er yfirsjón Össurar hrein og klár afglöp í starfi.  Finni menn flöt á erfiðum málum, þá eiga menn að þróa þennan flöt.  Ekki láta eins og það skipti ekki máli hvort þjóðarbúið sé skuldsett fyrir 650 milljarða, eins og það sé gert annan hvern dag eða svo.

Hvað hagsmuni þjóna svona réttlætingar????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2009 kl. 18:50

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU ber ráðherra ábyrgð á hæfi undirmanna sinna og getur ekki varpað ábyrgðinn frá sér. Þingmenn velja hæfan ráðherra. Þetta eru harðar kröfur en nauðsynlegar til að halda uppi aga og áframhaldi tilvist siðmenntaðra þjóða.  

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

ossurskyrsla.jpg

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2009 kl. 19:51

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann virðist úti á þekju.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 22:03

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fiskur á að vera góður fyrir heilann. Ég er farinn að sannfærast.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband