Skíturinn grómtekinn í viðskiptalífi þjóðarinnar

Hvað er fólk að kaupa þegar það kaupir sér tryggingar? Fólk er að kaupa sér öryggi. Fólk er að kaupa vissu fyrir því að það verði ekki fyrir fjárhagslegum skaða ef það verður fyrir óhöppum. Það er því grundvallaratriði að starfsemi tryggingafélaga endurspegli það hlutverk þeirra að veita viðskiptavinum öryggi.

Hrun bankanna var bara ein birtingarmynd af þeim sóðaskap sem hóf innreið sína í stofnarnir sem tilheyra grunnstoðum samfélagsins.

Uppbygging samfélags felst sérhæfingu og hlutverkaskiptingu sem byggir á því að stofnanir byggjast upp og grundvallast á þekkingu og skilningi á hlutverki og sérhæfingu viðkomandi stofnunar. Þegar brestur verður í þessum grundvallarforsendum stofnana leiðir það til sundrungar og upplausnar samfélagsins.

Samfélagið stendur ekki lengur undir nafni þegar grunnstoðir þess skynja ekki lengur hlutverk sitt. Sáttmálinn um þjónustu við samfélagið hefur verið svikinn.

Það eru ekki eingöngu tryggingarfélög og bankar sem hafa glatað skilningi sínum á hlutverki sínu gagnvart samfélaginu. Stjórnvöld hafa glatað trúnaði sínum við þjóðina og hlíta ekki vilja hennar í mikilvægum málefnum. Flestir ráðherrar Ríkisstjórnarinnar hafa unnið að því að koma að einkadraumsýnum sínum í framkvæmd fremur en að vinna að heill almennings.

Afleiðingin er vantraust, upplausn og sundrung.


mbl.is Húsleit á níu stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góður pistill, vonandi lesa "þeir" og taka til sín.

Fullkomnari trúnaðarbrestur verður vart skilgreindur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.7.2009 kl. 17:34

2 identicon

Tjónið sem glæpalýðurinn er búinn að valda, lendir allt á almenningi í formi hærri skatta og verðhækkanna einkafyrirtækja. Nú er bara að sjá hvort mafíu-lögfræðingarnir hafi betur í baráttunni við Sérstakan saksóknara.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:55

3 identicon

Orða sönnu. Takk fyrir.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband