Skortir kjark og framtíðarsýn

Eva Joly varð við beiðni þjóðarinnar um að takast á við spillinguna sem er af stærðargráðum sem varpar Enron hneykslinu í skuggann. Hana skortir ekki kjark. Í nýlegu viðtali við erlendan fjölmiðil hvetur hún Íslendinga til þess að berjast, viðhalda menningu sinni og þrauka á Íslandi.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gefist upp. Innan ríkisstjórnarinnar ríkir ekki skilningur á gildi íslenskrar menningar og gildi okkar stórbrotna lands í alheimssamfélaginu. Ráðþrota leitar ríkistjórnin að skammtímalausnum sem mun fleyta henni í gegn um eitt kjörtímabil og selja valkosti þjóðarinnar í hendur ESB.

Fréttirnar sem berast eru fréttir af skuldasöfnun, afarskilyrðum og sölu auðlindanna til erlendra aðila. Fréttir af erlendum aðilum sem reisa hér verksmiðjur og eru undanþegnir kvöðum sem gilda um íslensk fyrirtæki. Þetta kalla yfirvöld ívilnanir og undanþágu frá gjaldeyrishöftum.

Erlend fyrirtæki vilja samninga sem hlífa þeim við að skila fjármagni í þjóðarbúið. Þau vilja taka arðinn úr landi og Ríkisstjórnin telur að einhver hagur sé að því að hér rísi alþjóðafyrirtæki sem valda mikilli sjónmengun, skila fáum störfum og starfa við skilyrði sem boðið er upp á í þriðja heims ríkjum.

Tækifærin fyrir almenning á Íslandi eru mörg ef stjórnvöld hafa vilja og skilning á því að hér þarf að skapa skilyrði í byggðarlögum landsins á forsendum þjóðarinnar og með íslenska menningu áð leiðarljósi.

Ég bendi hér á tvær greinar sem ég mæli með hér og hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hversvegna fá Íslendingar ekki meira í sinn hlut fullvinnslu?

Það vita allir að upp er henni er mest að hafa?

Fjallkona er hún einhver lástéttar mella sem selur sig þeim fyrsta sem býðst?

Hver á að vinna í verksmiðjunum sníkj-auðmagnsins?

Sníkju-auðmagnið er það sem komu okkur í þann vanda sem við erum í á leysa vandan með endurreisa sníkju-auðmagnskerfið og auka sníkju-auðmagnið.

Vinna og góð almenn laun er eitt og grunnur allra velferðakerfa. Þrældómur undir staða sníkju-auðmagns étur upp allan velferðagrunnin áður en það hverfur á braut.

Hversvegna verð Íslendingar að greiða niður orkuverð til sníkju-auðmagnsiðjuvera? Launakostnaður er lítinn sem engin hjá ríkjum sem draga fram lífið að að þræla  í þágu hráefni.

Hágæðafullvinnuframareiðsla kostar mikið stærri markað en EU en hindrun sem fjarlægð lávöruframleiðslunnar er frá EU kostar minni hluti af lokaverði framleiðslunnar; heildar  virðisaukanum . Meira fæst fyrir orkuna og fleiri störf almennt betur launaðri.

EU er einokunarhindrun, Bandalag skiptingar hráefnavinnslu og fullvinnslu milli meðlimaríkja. Bandalag tolla og viðskiptahafta.   

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 18:41

2 identicon

Um að gera að hamra á þessu - ekki síst núna þegar járnið er ekki bara heitt heldur glóandi.

Ætla íslenskir ráðamenn á hinum ýmsu stigum að sýna þroska, staðfestu og framsýni og spyrna við fótum núna – eða ætla þeir að halda áfram að selja auðlindir lands og þjóðar til erlendra aðila ? Þar með talið að leyfa sölu á drykkjarvatni á spottprís.

Bendi á myndina Home (Yann Arthus-Bertrand) sem sýnd var í Sjónvarpinu um daginn. Hann kemur á mörgum stöðum inn á þá einföldu staðreynd að drykkjarvatn er af skornum skammti og séu lindirnar ofnýttar þorna þær upp.

Hana má sjá á Youtube hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband