Eftirlaunalög þingmanna ólögleg

Svandís Svavarsdóttir segir:

...að samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar væru þingmenn eingöngu bundnir sannfæringu sinni og ekki neinar reglur frá kjósendum sínum. Í því felist að hæfisreglur stjórnsýslulaga taka ekki til starfa þingmanna sem slíkra. Auk þess sé í þingskaparlögum kveðið á um skyldu þingmanna til að vera viðstaddir og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll. Einu hæfiskröfurnar sem gerðar eru til þingmanna við afgreiðslu mála sé að þingmenn greiði ekki atkvæði með fjárveitingu til sjálfs síns.

Það er því ólöglegt að þingmenn greiði atkvæði um lög sem varða eftirlaun þeirra.

Þýðir þetta ekki í raun að eftirlaunalögin hafi aldrei öðlast gildi

Eiga þeir sem þegið hafa greiðslur á grundvelli laga sem afgreidd voru með ólöglegum hætti ekki að endurgreiða eftirlaun sín í ríkissjóðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að það sé þess vegna sem eftirlaunalögin taka ekki gildi fyrr en að undangengnum kosningum.  Rökin eru að gamla þingið sé að greiða atkvæði um atriði sem gilda um þingmenn sem eftir er að kjósa.  Ráðningartími þingmanns rennur út þegar þing er rofið vegna kosninga.  Kjósendur ákveða síðan hverjir fá endurráðningu.  Út frá þessu er litið svo á að þingmenn séu í þessu tilfelli EKKI að greiða atkvæði um fjárveitingar til sjálfs síns.

Marinó G. Njálsson, 9.7.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir eru eftir sem áður að kjósa um fjárveitingu til sjálfra sín.

Það er t.d. ekki fræðilegur möguleiki á að 30 til 50% þingmanna detti út við kosningar við núverandi kerfi.

Rökin sem beitt er halda ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er örugglega ekki í anda þessara laga að málefni um kjör þingmanna fari fyrir þing og að þeir geti tryggt sér kjör með lögum.

Get ekki ímyndað mér að þetta myndi halda fyrir dómstólum ef til væru slíkir á Íslandi sem væru marktækir.

Það ætti kannski að kæra þetta og koma þessu fyrir alþjóðadómstóla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er samt svona sem lögin virka.

Marinó G. Njálsson, 10.7.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei Marínó það er svona sem að þingmenn túlka að þau virki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.7.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband