Fjölmiðlafyllerí útrásarvíkinganna

Það er einn hópur Íslendinga sem hefur tækifæri til þess að hafa áhrif á tap sitt af bankahruninu. Þessi hópur er sá hinn sami og olli bankahruninu með aðstoð samfylkingar.

Þennan hóp langar að halda áfram að græða. Þennan hóp langar að nýfrjálshyggjan ráði hér áfram ríkjum. Þennan hóp langar til að hér ríki áfram einkavæddir bankar í eigu áhættufjárfesta.

Þessir hópur á fjölmiðla. Þessi hópur á stjórnmálamenn sem hann hefur keypt fyrir nokkra tugi milljóna.

Þessi hópur hefur útlenska bankamenn á sínu bandi. Útlenskir banka menn hugsa um banka en ekki fólk svona rétt eins og Jóhanna Sigurðardóttir. Þessi hópur sagði að íslendingar hefðu keypt of marga flatskjái.

"Það er í þágu erlendra kröfuhafa að Ísland eignist starfhæft bankakerfi. Endurfjármögnunin er nauðsynleg." segir Lars Christensen forstöðumanni nýmarkaðasviðs Danske Bank

"Þeir verða að koma upp starfandi bankakerfi. Án þess verður erfitt að koma efnahagslífinu í gang. En það verður engin vöxtur að ráði á Íslandi þrátt fyrir að bankakerfið komist í gang." segir Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securities.

Síðan klikkir Andreassen út með áróðri útrásarvíkinganna:

Aðspurður um síðustu setningu sína segir Andreassen að orsök vandamála Íslendinga sé alvarlegt neyslufyllerí bæði heimila og fyrirtækja sem var mögulegt í skjóli þess aðgangs að lánsfé sem Íslendingar höfðu. „Þetta eru vandamál sem tekur langan tíma að laga," segir Andreassen.

Bankahrunið er sem sagt íslenskum fjölskyldum að kenna. Hvers vegna er þessum áróðri haldið uppi, jú vegna þess að það er algjörlega ósiðlegt að láta íslenska skattgreiðendur greiða fyrir neyslufyllerí útlendinga.

Neyslufyllerí þeirra sem spiluðu með íslensku krónuna eins og að Ísland væri spilavíti alheimsins.

Það voru erlendir áhættufjárfestar með aðstoð útrásarvíkinganna sem rústuðu íslensku efnahagslífi.

Og ríkisstjórninr er að spila öllu í hendurnar á þeim einfaldlega vegna þess að hún þorir ekki öðru.


mbl.is Vill milljarða af Björgólfsfeðgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Björgólfsfeðgar unnu í skjóli Sjálfstæðisflokksins og svo Framsóknar fremur en Samfó. Allavega svona 60%/25%/15%. Hefðu reyndar sennilega mokað undir hvern sem var í framsveit stjórnmálanna, enda í þessu fyrir sjálfa sig eins og fyrirtæki eiga að gera (allavega þau sem vilja ekki verða undir án þess að draga alla með sér þegar þau hrynja).

Magnað samt hve öllum er umhugað að koma bönkunum/peningaprentunarfyrirtækjunum aftur í EINKAeigu, finnst ykkur ekki. "Það fer best á því að endurtaka hrunið frá reit EITT!" Það er hægt t.d. að setja algerlega aðra ramma um starfsemi þeirra fyrst. Hvernig er hugað að því? Hvar er rætt um það fyrst áður en anað er áfram í einkavæðingarumræðuna?

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.7.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þakka þér fyrir innlitið Rúnar. Mín tilfinning er að stjórnmálamenn sem hafa verið við völd undanfarin ár hafi allir þegið "mútur" af útrásarvíkingunum.

Þeir sjórnmálamenn sem eru við völd núna eru litilsilgdir einstaklingar sem þora ekki að rífa sig frá viðmiðum nýfrjálshyggjunar. Þeir þora ekki að standa með almenningi heldur beigja þeir sig undir skilgreiningar sem henta erlendum kröfuhöfum og handrukkara þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband