Slóð Jóns Sigurðssonar

Bankastjóri Norræna fjárfestingabankans

Í stjórn Seðlabanka Íslands

Stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins

Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar

Sigurður Þórðarson sem er í stjórn Norræna fjárfestingabankans segir að ef Ísland samþykki Icesave-samninginn gæti það breytt afstöðu sjóðsins.

Hvað þýðir þetta sem hann er að segja á mannamáli. Jú að ef Íslendingar skrifa upp á víxil upp á 1.000 milljarða þá gæti það breytt afstöðu sjóðsins.

Er ekki nokkuð mikill áróður fyrir því sem gæti gerst ef skrifað er upp á Icesave eða ef samningnum er hafnað?

Það hvað gæti gerst eru engin vísindi og ég lýsi eftir vitrænni umræðu um málið.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er engu líkara en að íslenska þjóðin sé í stríði við þessi svokölluðu vinaríki í Evrópu.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 22:17

2 identicon

Það er verið að segja að ef Ísland stendur við sínar skuldbindingar, þá kunni afstaðan að breytast.

Hver vill lána óreiðufólki?

Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég kannast ekki við að Ísland hafi gert neinar skuldbindingar. Ekki skuldar Ísland eða ríkissjóður Norræna fjárfestingarbankanum neitt

Þetta er áróður andskotans

Eru það ekki þessir sömu aðilar sem tala stöðut um að ekki megi mismuna, að ríkja þurfi jafnræði.

T.d. að ekki megi mismuna á grundvelli þjóðernis en nú er allt í einu bara í lagi að mismuna Íslendingum á grundvelli þjóðernis.

FME á að beina spjótunum gegn þeim sem gerst hafa berir að vanskilum. Annað er ólögmæt mismunun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

FME átti að vera Norræni fjárfestingarbankinn...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arinbjörn: Við ERUM í stríði... efnahagsstríði! Nú til dags eru flest stríð milli "siðmenntaðra" þjóða af því taginu. Eftir seinni heimsstyrjöldina áttuðu stríðherrarnir sig nefninlega á því að það er miklu ábatasamara heldur en botnlaus eyðilegging. Slíkt er aðeins gert þegar þvinganir duga ekki til, eða þegar þarf að sprengja gamla kynslóð af vopnum til að rýma fyrir nýrri tækni.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 03:05

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

  
 
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband