"Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu."

Já þetta segir í 77 gr. stjórnarskrárinnar. Það er því óheimilt að nota skatttekjur til að greiða Icesave.

Hvernig ætlar ríkisstjórnin að afla tekna til að greiða þennan reikning fyrst ekki má nýta til þess skatttekjur eða skipta ákvæði stjórnarskrárinnar hana engu máli?

Snorra Jakobsson hjá IFS-ráðgjöf, telur að ef miðað er við að um 75% af eignum Landsbankans endurheimtist megi gróflega áætla að tekju- og eignaskattar þurfi að hækka um 15% til 20% til að mæta skuldbindingunum.

Það er þá tvennt sem þarf að skoða við þessa fullyrðingu.

Fá Bretar og Hollendingar ekki helming þessara 75% af eignum Landsbankans samkvæmt samningnum? Gerir Snorri ráð fyrir því?

Hitt er að það er ekki heimilt að greiða Icesave með skatttekjum þar sem þar sem ekki var lagaheimild fyrir útgjöldunum sem liggja til grundvallar þegar atvik áttu sér stað.

Hver verður skattprósentan eftir sjö ár? 65%. Hvar verða Íslendingar eftir sjö ár? Ekki á Íslandi ef gefið verður eftir þvingunum AGS og ESB.

það dregur mjög mikið úr lífsgæðum,” segir Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies.

Hvað þýðir þessi setning? Hver eru lífsgæði Íslendinga sem dregur úr?

Hverjir verða þessir Íslendingar sem verða til staðar á Íslandi þegar skattprósentan er komin yfir 60%? Hverjir verða þessir Íslendingar sem sætta sig við að búa á Íslandi þegar búið er að einkavæða heilbrigðisþjónustu og aðra grunnþjónustu, nota lífeyrissjóðina til þess að greiða skuldir Björgólfs Thors?

Allar þessar þúsundir milljarða sem ríkisstjórnin er að safna í skuldum að ráði AGS mun einfaldlega breyta lífsskilyrðum Ísendinga varanlega. Hér á landi verður ekkert sem hægt er að kalla siðmenningarþjóðfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Framkvæmdavaldinu er slétt sama hvað stendur í stjórnarskránni. Á því leikur engin vafi. Það er lítið annað að gera en finna sér vinnu erlendis.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.7.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vona að þú takir þátt í seinni byltingunni fyrst

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.7.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband