Veisluhöld seðlabankastjórans með erlendum áhættufjárfestum

Vogunarsjóðir, sem veðjuðu gegn krónunni og græddu á því gífurlegar fjárhæðir á kostnað íslenskra skattgreiðenda og skuldara, skunduðu til Íslands til þess að halda upp á sigurinn. Arnór Sighvatson aðstoðarseðlabankastjóri var heiðursgestur veislunnar.

Veisluhöld áhættufjárfesta hér á landi vöktu athygli erlendis eins og sjá má af þessum pistli sem Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann skrifaði í apríl 2008.

Vinstri ríkisstjórnin skipaði í nefnd sem átti að meta hæfni umsækjanda um seðlabankastjórastöður. Í formennsku nefndarinnar var fyrir valinu ellilífeyrisþeginn Jónas Haralz (92 ára ef ég man rétt).

Nefndin mat það svo að taglhnýtingar ný-frjálshyggjunnar og aðdáendur spilafíkla "góðærisins" væru hæfastir. Kannski hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komið að ráðgjöf við skilgreiningu á mannkostum.

Ásgeir Jónsson segir frá veisluhöldum vogunarsjóða í nýútkominni bók sinni um hrunið. Í apríl 2006 var 50% af vergri þjóðarframleiðslu varið í gengisvarnir að því er segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Í stað þess að beina athyglinni að þætti erlendra aðila, t.d. Breta í að setja bankanna á hausinn og íslenskra aðila, t.d. Björgólfs Thors við að koma þjóðarbúinu á hausinn hefur samfylkingin valið þá leið að taka þátt í spillingunni sem er hönnuð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Taka þátt í að ná fjármunum af almenningi sem ekki tók þátt í þessum leik.

Ögmundur Jónasson fjallar á heimasíðu sinni um ofríki Breta og Hollendinga sem beita fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að kúga Íslendinga.

Ég vil vekja sérstaka athygli á þessum orðum Ögmundar sem snertir kjarna þeirrar baráttu sem við stöndum í :

Látum ekki stjórnast af hótunum

Látum hótanir þvert á móti verða til þess að herða okkur í ásetningi um að komast út úr vandræðum okkar af eigin rammleik

Um hjálpina að utan hef ég einnig miklar og vaxandi efasemdir í efnahagslegu samhengi

Ég tek undir það sem Ögmundur kemur að hér. Valdastofnanir ESB, AGS ásamt Bretum og Hollendingum hafa bættan efnahag á Íslandi EKKI að leiðarljósi. Þvert á móti þeir ásælast grunnstoðir þessa samfélags og munu skilja þjóðina eftir slippa og snauða ef ekki verður snúið af þessari vegferð


mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband