Látum ekki KÚGA okkur

Það blasir við að ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og erlendir fjárglæframenn (fjármálafyrirtæki) hafa stillt sér saman um að berja niður Íslendinga. Samfylkingin, Steingrímur Joð og Árni Þór eru heitir stuðningsmenn þessara valdastofnanna.

Almenningur í ESB varar við inngöngu í ESB. Einn þeirra segir: það er nokkuð ljóst að þeir ráðamenn sem mest tala fyrir Evrópusambandinu hjá ykkur fá greitt fyrir það, þannig gerist þetta allstaðar í heiminum.  Mútur eru bornar á þá sem hafa völdin. 

Gunnar Skúli segir: Hagsmunir Samfylkingarinnar fara saman við hagsmuni eigenda alþjóðlegs fjármagns og ég segi: þess vegna er samfylkingin hættuleg. Aðilar innan ríkisstjórnarinnar hafa uppi efasemdir. Sjá hér, hér og hér

Samfylkingin er skíthrædd. Samfylkingin trúir ekki á þjóðina og sér þá eina útgönguleið að beygja sig undir ofríki fjármálavaldsins.

Það er alveg á hreinu að erlendar valdastofnanir hafa makkað sig saman um þvinga Íslendinga.

Hollendingar segja ef Icesave samningurinn verður ekki samþykktur muni þeir sína ESB aðild mótstöðu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að ekki verði lánað nema norrænu lánin séu afgreidd.

Norrænu þjóðirnar segjast ekki afgreiða lánin nema Icesave málinu sé lokið.

Eina leiðin til þess að koma þjóðinni út úr þessu öngþveiti er að hafna aðkomu þessara valdastofnana að uppbyggingu Íslands.

Þessar valdastofnanir hafa umbætur á Íslandi ekki að leiðarljósi og öll skilyrði þeirra vega að velferð þjóðarinnar.

Og ég spyr hvaða skilning leggur samfylkingin í orðið TRAUST. Erlendir aðilar vilja geta TREYST íslenskum yfirvöldum til þess að SVÍKJA íslenskan almenning í þágu auðvaldsins.

Ég gef því lítið fyrir þetta TRAUST.


mbl.is Ísland fær enga sérmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband