Samstaða á Austuvelli á morgun

Margir halda því fram að Íslendingar berjist nú fyrir sjálfstæði sínu.

Ágætur þingmaður sagði við mig:

Við stöndum nú í alvarlegri fullveldis og sjálfstæðibaráttu.

Icesave-samningurinn er liður í því að svipta þjóðina sjálfstæði og fullveldi.

Mætum á morgun kl. 17.00 á Austurvöll og til þess að lýsa samstöðu okkar um andstöðu við samþykkt Icesave-samningsins í núverandi mynd. 

Fundurinn er þverpólitískur og til stuðnings þeim þingmönnum í öllum stjórnmálaflokkum sem vilja verja atkvæði sínu gegn ríkisábyrgð á Icesave-samningnum eins og hann er núna

Fjöldi virtra sérfræðinga bæði íslenskir sem erlendir hafa varað við samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum eins og hann er úr garði gerður. Síðast í dag kom yfirlýsing um álit sérfræðings í skuldaskilum (talinn vera einn sá fremsti í heimi á því sviði) um að ekki ætti að samþykkja þennan samning í núverandi mynd.

Samningurinn er einfaldlega of hættulegur og gríðarleg óvissa ríkjandi um forsendur þess að hann verði uppfylltur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásta S. Hafberg kom með þá hugmynd að við, sem búum svo langt frá Austurvelli að við komumst ekki en vildum svo gjarnan vera þar, hengdum upp hvít lök á áberandi stað. Út á grindverk, á svalahandrið eða út í glugga.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott að sýna samstöður

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.8.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband