Forsetinn á að segja af sér STRAX

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði að því er segir á VÍSI

Össur Skarphéðinsson og forsetinn hafa sýnt því mikinn áhuga að réttir aðilar græði á jarðvarmaauðlindunum.

Um forsetann og auðlindirnar hér18bc3331a4ad2cab, hér og hér

Þórhallur Heimisson segir frá fólki sem glímir við fátækt á bloggi sínu:

En eitt eiga allir í hópnum sameiginlegt. Í síðustu viku mánaðarins eiga þau varla fyrir mat eða öðrum nauðþurftum handa sér og sínum. Þess vegna leita þau til hjálparstofnanna, til að fá hjálp til þess að kaupa mat svo að það ríki ekki matarleysi á heimilinu.

Það er ekki þar með sagt að allar skuldir hafi verið gerðar upp frá því um síðustu mánaðarmót. Oftast duga tekjurnar ekki til þess. En þegar vika eða meira er eftir af mánuðinum og enginn matur er til, þá skipta skuldirnar minna máli á móts við það að þurfa að horfa upp á börnin sín án matar.

Ekki eru allir jafn illa settir á Íslandi.

icecouple-main-large


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir mörg afbragðsinnlegg. Með kveðju, BF.

Baldur Fjölnisson, 26.8.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er morgunljóst að við höfum ekkert með hann að gera. Hann er handónýtur sem forseti þjóðarinnar og kannski á einhverjum fleiri sviðum líka Það er því ekkert sem réttlætir að við borgum honum laun fyrir að fela sig fyrir þjóðinni en taka á sama tíma á móti erlendum græðgispúkum sem vilja misnota sér neyð okkar í eiginhagsmunaskyni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Eygló

Er hér fjallað um Axlar-Óla?

Eygló, 26.8.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það virðist vera. Maðurinn er handónýtur pappír.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvar mun hann standa á næstunni? Með almenningi í landinu; þ.e. þjóðinni?

Eða ríkisstjórn?

Guðni Karl Harðarson, 26.8.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Þetta er skoffín og þjóðinni til skammar.

Rafn Gíslason, 26.8.2009 kl. 23:13

7 identicon

Ég er með eina spurningu til þín Jakobína Ingunn ertu í vandræðum með vinnu og ert bara heima í veikindafríi.

Bara að spá því að það koma svo margar færslur frá þér ekki það að þú hefur mjög sterkar og kannski fullt af góðum punktum. En eins og staðan er núna í dag þá er næg vinna í boði sem nenna að vinna ef að þú ert atvinnulaus. Ég veit um nokkur störf þannig að bara spyrja

llll (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:18

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki sammála Ólafur hefur staðið sig eftir atvikum vel.

Annars: Er einhver maður á Íslandi í áhrifastöðu að standa sig að þínu mati Jakobína ?

hilmar jónsson, 26.8.2009 kl. 23:20

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er löngu hægt að keyra Payloader um afturendann á honum og ætti hann að fara að hypja sig úr hóruhúsinu eins og ýmislegt annað sem hefur gufað snögglega upp þar af sömu ástæðum og mun gera áfram.

Baldur Fjölnisson, 26.8.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Forsetanum er engin vorkun. hann getur fengið sér vinnu við að brjóta saman þvott fyrir Jón Ásgeir:

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hilmar ertu sérlega hrifin af ástandinu á Íslandi.

Það speglar getu áhrifafólks

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:23

12 identicon

Gat nú skeð að Guðni Karl kæmi hér inn og legði þessu máli lið.

Eðlilega þarf Ólafur og hans slekti að stytta erlendum, ríkum og göfugum gestum stundir; óþarfi að vera að eyða tíma í lítilmagnann sem lepur dauðann úr skel hér á klakanum. Tala ekki um einstæðinga sem hafa ekki í sig og á.

Sendisveinn arðræningjanna, Ross Beaty þarf nú sitt frá æðsta embætti þjóðarinnar - annað væri nú ekki bjóðandi þessum sanna íslandsvin og bjargvætti þjóðarinnar.

Ábekkingurinn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:26

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Er það ekki svo að ákveðinn hópur áhrifamanna hér ber ábyrgð á ástandinu umfram aðra.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ? Og því miður reyndist Frjálslyndi flokkurinn frekar trosnað björgunarreipi miðað við það sem lagt var upp með.

hilmar jónsson, 26.8.2009 kl. 23:29

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hilmar mér sýnist nú á öllu að samfylkingin sé hið trosna björgunarreipi. Kannski hefði Frjálslyndum gengið betur að komast að ef þeir hefðu þegið mútur eins og samfylkingin gerði árið 2006 til þess að komast til valda.

Mútugreiðslur fjármálaaflanna kostuðu hennar kosningarbaráttu ef ég man rétt.

Spillingin aðgreinist ekki eftir flokkslínum. Það eru spilltir og keyptir aðilar í forystu allra flokka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:39

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eini lýðræðizlega kozni fulltrúi þjóðarinnar zem að ég er enn ztoltur af, er forzeti vor, Ólafur Ragnar Grímzzon.

Ég hef zamt aldrei kozið hann til neinna verka.

Steingrímur Helgason, 26.8.2009 kl. 23:43

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er alveg sammála þér í því að spillingin fer ekki sérstaklega í flokksgreiningarálit.

Spilling, klíkuskapur og óheiðarleiki er að öllum líkindum okkar stærsta vandamál.

En ber okkur ekki að halda til haga þeim sem eru að standa sig , eru heiðarlegir og vinna eftir hugsjónum, og þá hvetja til frekari dáða í stað þess að afgreiða alla í einum pakka ?

hilmar jónsson, 26.8.2009 kl. 23:46

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á málstaðnum  

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.8.2009 kl. 23:58

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hilmar vilt þú benda mér á það hverjir þeir eru svo ég geti haldið þeim til haga.

Það er ekkert eðlilegt við það að forsetinn misnoti völd sín með beinni þátttöku í viðskiptum.

Hefur þú skoðað hverjir persónulegir hagsmunir forsetans eru í auðlindamálum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:12

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er Össur Skarphéðinsson sem þarf að segja af sér vegna verka sinna vítaverðra. Við þurfum á herra Ólafi Ragnari að halda sem öryggisventli þjóðarinnar gegn samþykkt þingsins á landráðasamningum og það fleiri en einum og fleiri en tveimur.

Jón Valur Jensson, 27.8.2009 kl. 00:47

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Getur ekki ruslveitumafían búið til krabbamein eða eitthvað á hann ? Hann þarf absalútt að fara á haugana,

Baldur Fjölnisson, 27.8.2009 kl. 00:47

21 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Hvaða forseta mér er spurn??? er einhver forseti í þessu landi ??

Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:50

22 Smámynd: Sylvía

já burt með hann, vanhæfur!

Sylvía , 27.8.2009 kl. 07:31

23 Smámynd: Guðmundur Jónsson

ÓRG er búinn að hlaupa illa á sig og hans verður minnst í sögubókum fyrir að vera leigublók auðugra braskara.

Þetta klappsýruhlutverk er samt ekki það versta sem hann hefur gert það versta var örugglega að hafna fjölmiðlalögunum á sínum tíma.

Guðmundur Jónsson, 27.8.2009 kl. 08:52

24 identicon

Hver á að koma í staðinn?

Hvaða forsetaefni er líklegast til að banka uppá næst?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:04

25 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef það verður vandamál að finna nýjan forseta þá get ég alveg bætt við mig verkefnum.

Guðmundur Jónsson, 27.8.2009 kl. 10:04

26 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

 Jón Valur skrifaði> Við þurfum á herra Ólafi Ragnari að halda sem öryggisventli þjóðarinnar gegn samþykkt þingsins á landráðasamningum og það fleiri en einum og fleiri en tveimur.

Það sem Jón Valur er að koma inn á þarna var einmitt það sem ég var að fókusa á með minni færslu. Ég hélt að allir sæju það. En verður hann þessi "Öryggisventill"?

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 10:24

27 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

aldrei sætt mig við þetta org

Jón Snæbjörnsson, 27.8.2009 kl. 11:02

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sé ekki fyrir mér að forsetinn muni hafna landráðasamningi sem félagar hans á þessari mynd eru að berja í gegn.

Valdhafarnir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 11:26

29 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta lið mun láta þjóðina ganga fram af björgum til að komast í ESB

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 11:27

30 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við borðendann á myndinni hér að ofan er minn forseti.

Ég fór á hennar fund, strax eftir að úrslit lágu fyrir og skrifstofa forseta opnaði og fór fram á, að fá að líta á hana sem minn forseta á meðan Ólafur gegndi embætti og hún væri á dögum.

Hún varð við beiðni minni góðfúslega en þó með beyg yfir því, að svo margir sem hún hefði talað við, gætu ekki hugsað sér að Ólafur gegndi embætti og þannig fengi hann þjóðina ekki bak við sig.  En ég var sá eini sem fékk formlegan fund með henni um þetta mál, því ég er þjóðernissinnaður vel og vill að svona lagað sé ekki í flimtingum og lauslega í tal borið.

AÐ vísu er Ólafi vorkunn, nú eru útrásar víkingar ekki lengur flottir og fínir, nú eru það  INNRÁSARVÍKINGARNIR  sem eru herrar dagsins.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.8.2009 kl. 11:47

31 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill Jakobína.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.8.2009 kl. 14:04

32 identicon

Var við öðru að búast, þegar afdankaður pólitíkus var kosinn sem forseti (afdankaður því ég hygg að enginn pólitíkus hafi skift jafn oft um flokka eða skoðun og hann) En að hann myndi nota embættið pólitískt? (þvert á það sem fyrri forsetar hafa gert) Og þá til að styðja samspillingar vini sína.

 Ólafur Ragnar Grímsson neitaði fyrstur forseta Íslands að staðfesta lagafrumvarp vorið 2004. Um var að ræða frumvarp að lögum um fjölmiðla (fjölmiðlafrumvarpið). Ákvörðunin var umdeild, en Alþingi tók í framhaldi frumvarpið af dagskrá, þ.a. ekki þótti nauðsynlegt að leggja það fyrir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og gera bar skv. stjórnarskrá Íslands. Fyrst að hann neitaði að skrifa undir þá, af hverju fór hann ekki fram á rétt þjóðarinnar að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Jú. Af því hann vildi eiga síðasta orðið! 

Þegar skipsbrot stjórnar Geirs og Ingibjargar varð,  sveik hann þjóðina og skyldur sínar gagnvart henni, og gaf öðrum flokkum sem var við völd þegar strandið varð  Samspillingu(vinum sínum og útrásarinnar) stjórnarmyndunarumboð. Í stað þess að skipa þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hefði verið eðlilegt.

Nei hann verður enginn varnagli á vini sína. Alt hans pólitíska lífshlaup og líf hanns sem forseta hefur einkennst af pólitískum hrossakaupum og eiginhagsmunapoti.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:35

33 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svar til Lilju sem kallar sig llll:

Ef þú vilt beina til mín spurningar um mína persónulegu hagi á blogginu mínu þá vil ég byðja þig um að gera það undir fullu nafni. Persónulegir hagir fólks eru annars ekki umræðuefni á mínu bloggi, hvorki minna né annarra. En fyrir þá sem vilja fylgja lágkúrunni er sjálfssagt að geta nafns.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 15:35

34 Smámynd: Sævar Einarsson

Er til fólk í alvörunni sem trúir því virkilega að herra Ólafur Ragnar Grímsson neiti að samþykkja Icesave ? maðurinn er innmúraður allaballi, en ef hann er er sjálfum sér samkvæmur þá myndi maður ætla að hann geri það sama og síðast þegar hann neitaði að skrifa undir lög vegna þess að það hafi myndast "gjá milli þjóðar og þings" þá staðfestir hann þetta ekki, en ég á eftir að sjá það.

Sævar Einarsson, 27.8.2009 kl. 18:19

35 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson mun ekki standa með þjóðinni í þessu máli. Ég er nokkuð viss um það.

Það eina sem getur bjargað almenningi er að hann fatti einn góðan veðurdag að hann er í meirihluta gegn spillingarliðinu í flokkunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 20:14

36 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína>Svar til Lilju sem kallar sig llll:

Og á það ekki við um Ábekinginn líka? 

Jakobína>Ólafur Ragnar Grímsson mun ekki standa með þjóðinni í þessu máli. Ég er nokkuð viss um það.

Smá ef ég má hér Ég er nokkuð sammála þér Jakobína en það verður þó að reyna á það til að það komi enn betur í ljós hvar hann muni standa. Þetta er bara eitt af því sem þarf að skerpa á. Því er nauðsynlegt að fólk af kjosa.is fari til hans og fái frá honum einhver loðin svör sem efalust verður raunin.

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 22:44

37 Smámynd: ThoR-E

Ólafur var duglegur að hygla útrásinni ... núna er hann kominn í innrásina, farinn í klappstýruklæðin og klár með dúskana.

Nú á að fara að selja auðlindirnar okkar, vona að fólk hafi augun opin.

ThoR-E, 27.8.2009 kl. 22:54

38 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Var hann ekki byrjaður að leggja drög að slíkri sölu fyrir hrun...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 23:23

39 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú Rakel Ólafur Ragnar hefur unnið markvisst að því að selja auðlindirnar í mörg ár meira að segja þekkinguna í höfðinu þá þrælaliðinu. Það er verið að gera landið óbýlt fyrir venjulega Íslendinga.

Eingöngu þeir sem njóta sérstakar náðar auðlindaeigenda munu geta búið hér áfram. Annað hvort þarf þjóðin að hrista af sér slenið eða hér verður áður óþekktur landsflótti.

Hörmulegasta rán í sögu Evrópu á seinni tímum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.8.2009 kl. 00:12

40 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er ekki Ísland lýðræðisríki? Kaus ekki þjóðinn þennan forseta?

Vildi ekki þjóðin fella lög sem áttum að koma í veg fyrir að fáir aðilar öðluðust óeðlilega mikil völd með því að sölsa undir sig fjölmiðla? Forsetinn var kosinn af þjóðinni og hann fór að vilja þjóðarinnar, eða hvað?

Úr því svo er í pottinn búið finnst mér hæfileg refsing fyrir þjóðin að setja uppi með það sem hún kaus yfir sig þangið til kjörtímabilinu er lokið. Kannski lærir hún eitthvað á þessu...

Forsetinn hefur ekkert breyst frá því að hann var kosinn. Það eina sem hefur breyst er að komið hefur í ljós að hann er berrasaður eins og keisari nokkur forðum daga. Þeir sem ekki sáu það þegar þeir kusu geta sjálfum sér um kennt. Sýnd að það skyldi þurfa að sökkva þjóðinni í jafn djúpan skít og raun ber vitni til þess að menn opnuðu augun.

Hörður Þórðarson, 28.8.2009 kl. 07:51

41 identicon

Ég sæi ekki eftir honum Ólafi, en spurningin er svo hver gæti tekið við hlutverkinu, ef á að halda  áfram þessu forsetaembætti ?

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:34

42 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vigdís ég myndi treysta stórum hluta þjóðarinnar betur í hlutverkið en Ólafi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.8.2009 kl. 13:39

43 Smámynd: Sævar Einarsson

Það væri sérdeilis prýðilegt ef Davíð Oddson verði næsti forseti Íslands og yndislegt að sjá Steingrím Froð og fleiri hylla forsetan LOL !

Sævar Einarsson, 29.8.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband