Er þetta ekki yndislegt?

 

Steingrímur notar orðið uppgjöf í þessu viðtali.

Skilaboð Steingríms:

Borgið, borgið og borgið svo við í ríkisstjórninni getum fjármagnað bankanna áður en við gefum þá erlendum áhættufjárfestum.

Skilaboð Steingríms:

Þið eruð skuldaþrælar sættið ykkur bara við það.

Hlusti vandlega á frasanna.

Hræðsluáróður andskotans myndi ég kalla þetta.

Skilaboð Árna Páls:

Sértækar aðgerðir= við ætlum að hjálpa útvöldum.

Það er ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að hjálpa fólki

Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að koma efnahagskerfinu í lag til þess að almenningur geti hjálpað sér sjálfur

Höfnum þessari ölmusuhugsun

og krefjumst faglegra vinnubragða


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki hvort það er til nokkurs, en vil segja það samt !

Þú ert með það margar gráður, að þú ættir að vita miklu betur um það sem þú ert að skrifa!

Þeir sem eru í ríkisstjórn núna tóku við þannig búi að engin , já engin, ætlast til að þeir geti allt og geti allt  !

Það eru allir uppfullir af æsingi yfir því að einhver móturhjólasamtök , sem kennd hafa verið við glæpi, ætli að koma sér fyrir hér á landi ?

Það segir engin neitt yfir því að við höfum í þessu landi glæpasamtök, sem eru rekin opinberlega, og heita því virðulega nafni Viðskiptráð Íslands  !

Innan þess eru allir þeir sem bera ábyrgð á því ástandi sem við búum við hér á landi í peningamálum !

Þú ættir að beina athygli þinni að þessum fólki !

JR (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

JR það er yfirvalda að beina athyglinni að viðskiptaráði (hinni skipulögðu mafíu) hins vegar vil ég benda þér á tvennt.

Helmingur núverandi ríkisvalds var við völd í aðdraganda hrunsins (t.d. Árni Páll).

Ég get ætlast til þess að þessi ríkisstjórn geri meira en illt verra.

Sé enga ástæðu til þess að hæla leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þátttöku þeirra við að koma þjóðinni á vonarvöl.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Eygló

Sæl Jakobína

ég kýs að sjá færslur þínar eins og annarra í yfirliti. Nú voru þrenn skilaboð til að benda á síðuna en mér finnst það óþarft þar sem ég fer alltaf yfir færslur bloggvina minna og les það sem virðist athyglisvert eins og skrif þín kunna að vera.

Eygló Yngvadóttir

Eygló, 1.9.2009 kl. 21:11

4 identicon

Vil reyna að segja þetta betur,  þú getur ekki breytt neinu ef þú tekur ekki á meininu í íslensku samfélagi !

Það gera ekki þessi stjótnvöld frekar en þau sem sátu hér áratugina á undan !

Það þarf eitthvað miklu meira til, t.d. þennan vetvang ( internetið ) sem hefur sýnt sig að er bara nokkuð góður til þess !

Þess vegna segi ég það einu sinni enn, beittu kröftum þínum að glæpasamtökunum sem bera ábyrgð á því ástandi sem er hér á landi !

Ef það er bara pólitísk einsýni sem þú hefur þá ertu að eyða kröftum þínum til einskis !

JR (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eigló

Fyrirgefðu en þetta var óvart.

JR

Þetta verður aldrei upprætt nema í gegnum pólitík

Meðan sjálfhverfir einstaklingar sem ástunda sömu blekkingar og leynimakk og viðgengist hefur eru við stjórnvölinn breytist ekkert.

Þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess að breyta neinu vegna þess að valdið og kerfið þjónar þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps.

Þeir sem ég er að gagnrýna eru leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þannig að í raun er ég að gagnrýna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Eitt af hans aðalsmerkjum er að líta fram hjá spillingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband