Glæpastarfsemi stjórnmálamanna

Það þarf ekki að gera mikinn greinamun á fjórflokknum. Forysta sjálfstæðisflokksins trónir þó svo sannarlega á toppnum sem óvinur þjóðarinnar. Engin raunveruleg hreinsun hefur átt sér stað þar og þyrfti flokkurinn svo sannarlega á aflúsun að halda.

Ástand þjóðarbúsins má tvímælalaust rekja til gjörða forystu sjálfstæðisflokks ekki bara á undanförnum árum heldur áratugum. Síðustu átján ár hans við völd voru afdrifarík og stafar það af hluta á því hvernig stjórnmálum var almennt fyrir komið en þó fyrst og fremst af glæpsamlegum hugsunarhætti sem réttlætti það að hafa verðmæti af þjóðinni í skjóli leynimakks óg blekkinga.

Þjóðin hefur einfaldlega verið rænd með tilstuðlan stjórnmálamanna. Fremstir í flokki þar eru sjálfstæðis- og framsóknarmenn en samfylkingin hellti sér í spillinguna við fyrsta tækifæri. Nú hafa forystumenn samfylkingar augastað á jarðvarmaauðlindum.

Það er búið að hirða sjávarmiðin af þjóðinni, sjálfstæðismenn og framsókn voru að gefa útlendingum jarðvarmaauðlindirnar á Suðurnesjum og miklar eignartilfærslur eiga sér stað vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að láta almenning borga skuldir glæpamanna.

Það skiptir litlu máli til hvað flokks er litið. Aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar er eigandi fyrirtækisins Glacier Partners sem sérhæfir sig í ráðgjöf um jarðvarmaauðlindir....og hefur þegið milljónir frá ráðuneytum undanfarin ár.

Sukkið með kvótann heldur áfram sem fyrr þrátt fyrir kosningaloforð en Grétar Mar segir frá því hér.

Ekki eru fréttir af almenningi góðar og sögurnar af bágum aðstæðum barnafólks skera í hjartað. Fólk í atvinnuleit hefur litlar vonir um vinnu og margir hafa áhyggjur af því sem framundan er í vetur í kjölfar skattahækkana og niðurskurðar.

Þessi hrikalega staða sem komin er upp í samfélaginu stafar af engu öðru en glæpastarfsemi stjórnmálamanna.

Landið er auðugt af auðlindum, þekkingu og tækifærum.

Ríkt af auðlindum, þekkingu og tækifærum sem stjórnmálamenn hafa rænt af þjóðinni og fært útvöldum og erlendum aðilum.

Stjórnarfar á Íslandi er gegnumrotið og þrífst í skjóli valdamúra, siðblindu í menningarkima stjórnmálanna og stjórnkerfis sem varið er af þeim sem misnota það.

Þjóðin verður að taka málin í sínar hendur.

Það hefur verið stofnaður hópur á Facebook hér.

Hópurinn er stofnaður um Nýtt Lýðveldi.

Semjum okkar eigin stjórnarskrá sem ver þjóðina fyrir ráni af því tagi sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum.


mbl.is 200 milljarða í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband