Silfur Egils og von Íslendinga um breytingar

Stjórnmálahefð á Íslandi er afrakstur áratuga þróunar. Foringjarnir í stjórnmálum hafa jafnan verið fyrirmynd þeirra sem hafa viljað feta í fótspor þeirra og tiltekin menning hefur skapast á sviði stjórnmálanna.

Orðið menning hefur ekki yfir sér neikvætt yfirbragð en það sem einkennir tiltekna menningu getur verið af hinu góða en einnig falið í sér ýmislegt sem almennt talið myndi teljast til ósiða.

Íslensk stjórnmálamenning hefur alið í sér ýmislegt sem telja má til vondra siða og hún hefur farið hnignandi.

Ýmislegt í sjálfri stjórnmálamenningunni hindrar þroska hennar og siðmennt en elur á ósiðum. Íslensk stjórnmálamenning er í sjálfheldu.

Atferli fólks innan flokkanna og samskipti í stjórnsýslu og á alþingi einkennist af slæmri hegðun. Slæm hegðun í þeim skilningi sem talað erum hér er hegðun sem er skaðleg fyrir allan almenning og dregur úr réttlæti og mannréttindum í samfélaginu. Það eru einstaklingarnir innan þessara skipulagsheilda sem bera með sér menninguna á milli kynslóða. Hvernig á að komast áfram í stjórnsýslu og pólitík verður lærdómur. Þeir sem ofar eru í valdastiganum gera kröfur til væntanlegra arftaka sem þeir læra að beygja sig undir ætli þeir að komast áfram.

Þessi lærdómur verður hluti af persónuleika þeirra í starfi. Lært atferli í stjórnmálum verður sú stoð sem valdhafarnir styðja sig við og stoðinni eru þeir ekki til búnir til að fórna. Þvert á móti er hún líflína þeirra í þeirra augum.

Hollusta arftakanna, varðhundar sem komið hefur verið fyrir hjá dómsvaldinu og í ríkisstofnunum, leyndin sem hylur vangetu þeirra og misgjörðir eru þeim lífsnauðsyn eigi þeir að halda velli.

Þetta felur í sér að breytingar verða mjög hægar eða jafnvel alls ekki nema þeim sem hafa mikla reynslu sé skipt út fyrir fólk sem ber með sér ferska vinda og trú á aðrar leiðir.

Valdhafar á Íslandi hafa skapað menningu leyndar og blekkinga. Þeir halda eins miklu af staðreyndum frá almenningi og þeir komast upp með. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa hræðst upplýstan almenning. Fjölmiðlamenn hafa lært að virða þessa hræðslu stjórnmálamanna og sýna þeim eindæma tillitsemi þegar þeir taka við þá viðtöl eða hafa eftir þeim það sem þeir hafa sagt.

Í skjóli leyndar og afbökunar á merkingu hugtaka hafa stjórnmála-, embættis- og viðskiptamenn komist upp með ótrúlegustu mistök, sjálftöku og óheilindi í starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég er sammála þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2009 kl. 02:34

2 Smámynd:

Satt og rétt hjá þér.

, 14.9.2009 kl. 06:05

3 Smámynd: Gerður Pálma

Þetta er mergur málsins, þetta er ´grunnurinn´sem þjóðin byggir á, þessvegna erum við í núverandi aðstöðu og berjumst hvert við annað til þess að viðhalda ósiðunum.

Gerður Pálma, 14.9.2009 kl. 07:51

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið til í þessu mín kæra.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 14.9.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband