Eru Íslendingar dofnir fyrir ágengninni

Íslandsbanki er að hverfa ofan í vasann hjá útlendingum og þar með góður biti af íslenskum skuldurum.

Hlutdeild í Hitaveitu Suðurnesja fylgir með í kaupunum og er þar með komin í eign útlendinga

Borgarstjórn ætlar að ganga frá sölu á annarri hlutdeild í Hitaveitu Suðurnesja í dag.  

Spánverjar ásælast íslensk fiskimið.  Diego López Garrido, ráðherra Spánverja í Evrópusambandsmálum, segir  að Spánverjar muni “hafa mikið að segja” til að tryggja veiðiréttindi sín eftir að viðræður Íslendinga og Evrópusambandsins hefjast á næsta ári, enda íslensk fiskimið talin “fjársjóður” í augum spænska veiðiflotans.

Ásbjörn Óttarsson gerð leynisamningu við fjárglæframanninn Ottó Spork um sölu vatnsréttinda á Snæfellsnesinu.

Bæjarstjórninn í Hafnarfirði gerði samning við "araba" um vatnsréttindin í Hafnarfirði.

Það verður áhugavert að sjá tengslanet Jóns Jósephs um kvótabraskið.

Arðsemin af orkuverunum hefur verið færð frá þjóðinni til erlendrar stóriðju með leynisamningum.

Hin svokallaða vinstri stjórn er farin að taka þátt í auðlindasölunni og virðist miða að því að Íslenskir skuldarar verði gullnáma erlendra kröfuhafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er fólk farið að verða dofið?  Kannksi hefur landinn bara alltof lengi verið daufur og dofinn?  Í heildina er fólkið í landinu alltof hljótt.  Eftir þvi sem ég skil oft hjá fólki er það viss lendska að vera sem hljóðastur og láta allt yfir sig ganga.  Góðir og hlýðnir borgarar og kvenlegar konur standa ekki á torgum  með mótmælaspjöld.  Og enn síður kallandi út í loftið eins og villtir menn.  Gungum þykir víst ekki við hæfi að fólk láti heyrast í sér og öfgafullt að "kvarta" sífellt.  Það fólk segir oft: "Fólk skilur ekki að mikið er lítið".   Við eigum bara að vera góð og þegja og láta auðmenn og svikara og þjófa í bönkun og stjórnmálaklíkuflokkum fara með öll mannréttindi okkar til andskotans og valta yfir okkur með valdi og ræna allri líftóru og viti.   Og ekkert verður eftir nema fara úr landi.  Maður býður ekki börnum sínum upp á að búa í aumingjabæli, svikabæli og þjófabæli. 

ElleE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband