Er veruleikafirrt sjórnmálaelíta að koma glæpum sínum á þjóðina

Ég setti eftirfarandi á bloggið:

Í frétt á Eyjunni segir að Þorvaldur Gylfason hafi áhyggjur af því að stjórnendur Landsbankans verði sóttir til saka ef þjóðin er ekki látin taka á sig drápsklyfjar vegna Icesave. Ég segi nú bara farið hefur fé betra.

Og fékk þetta svar:

Þetta sem Þorvaldur segir er lykill málsins og megin ástæða þess að ekki er farið með þetta innheimtumál í eðlilegan farveg. Þetta varðar ekki aðeins eigendur/stjórnendur bankans heldur líka þá fjölmörgu stjórnmálamenn sem fóru um allt (persónulega á erlenda grund) og gáfu heilbrigðisvottorð á innlánastarfssemina.

Þetta útskýrir þrýstinginn og finnst veruleikafirrtri stjórnmálaelítunni hér í góðu lagi að varpa ábyrgðinni fjárhagslega og siðferðilega yfir á almenning og um leið að niðurlægja og misbjóða almennum borgurum Íslands.

Þessi níðingsháttur mun verða mjög afdrifaríkur þegar til lengri tíma er litið.

Það stefnir nú óðum í að ábyrgðarmenn hrunsins og þ.m.t. s.k. útrásarvíkingar endi í erlendum dómssölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og myndum við ekki fagna því að þessir aðilar færu fyrir rétt erlendis því ekki höfum við burði til þess sjálf að draga þá fyrir rétt.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 11:23

2 identicon

Erlend yfirvöld ættu að hirða alla mafíósana á erlendum flugvöllum, hvort sem þeir voru í bönkunum, ehf'unum eða póliskir mafíósar og við myndum losna við ófögunuðinn.  Hins vegar vilja þeir síðastnefndu örugglega heldur að almúganum og börnunum okkar blæði út.  Losum okkur við IMF.   Neitum ICESAVE út í það óendanlega. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:27

3 identicon

Átti að vera þarna pólitískir mafíósar en líktist víst heldur pólskir!?  Hefur ekkert með Póllendinga að gera. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband