Hvað kemur fyrir menn þegar þeir fara í pólitík?

Ég fann grein eftir Indriða H Þorláksson á bloggi sem hann hefur haldið uppi. Merkilegt að horfa upp á hvernig fjármálaráðherrann sem hann aðstoðar virðist ekki með nokkru móti hlýða á ráð hans nema þá að Indriði hafi skipt um skoðun.

Ég birti hér greinina hans Indriða í heild sinni.

Í grein sem ég hef birt á vefsíðu minni (sjá tengil hér til hliðar) er fjallað um þátt stóriðju í eigu erlendra aðila í efnahagslífi og atvinnulífi með því að athuga hvernig þáttatekjur af starfsemi stóriðjuvera skiptast á milli innlendra aðila og erlendra. Er m.a. skoðað framlag starfandi stóriðjuvera til efnahagslífsins og áhrif skatta á það. Ívilnanir í sköttum o.fl. til handa erlendum aðilum vegna stóriðju hafa m.a. verið réttlættar með því að þannig sé unnt að fá arð af orkuauðlindum. Lágt verð á raforku til stóriðju hefur á sama hátt verið réttlætt með þeim hag sem landið hefur af starfsemi stóriðjuvers. Margt bendir til þess að þversögnin í þessu hafi leitt til þess að við höfum leikið af okkur öllum trompum og sitjum uppi með tapað spil.

Samandregnar niðurstöður
Innlendur virðisauki af starfsemi stóriðjuvera á Ísland er ekki mikill. Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 millj. króna. Svarar það til um það bil 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi virðisauki lendir að c. 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis að 1/3 hluta hjá íslenskum aðilum. Svarar það til 0,6 – 0,7% af þjóðarframleiðslu.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann. Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár. Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, þ.e. stóriðjuveranna.

Starfsmenn við álverin þrjú sem starfandi eru að viðbættum afleiddum störfum eru um 1,7% af vinnuafli í landinu. Ætla má að til lengri tíma hafi erlendar fjárfestingar ekki áhrif á atvinnustig og fjölda starfa í landinu. Virðisauki vegna launa álveranna er því ekki viðbót við hagkerfið en kemur í stað launa fyrir störf sem ella hefðu orðið til. Skammtímaáhrif og svæðisbundin áhrif á atvinnustig kunna þó að vera til staðar.

Allstór hluti af virðisauka stóriðju og stórvirkjana fer úr landi í formi vaxta. Vegna skattalaga fær landið ekki hlut í þeim tekjum.

Helsti efnahagslegi ávinningur landsins af starfsemi stóriðjuvera í eigu erlendra aðila eru þeir skattar sem þeir greiða. Ætla má að skattgreiðslur meðalálvers sé um 1,2 milljarðar króna á ári. Það er einungis um 0,1% af þjóðarframleiðslunni. Skattar stóriðju skila sér auk þess seint vegna hagstæðra afskriftareglna. Á skattalöggjöfinni og í samningum við álfyrirtækin eru auk þess göt sem rýrt geta þessar tekjur.

Skattareglum hefur á síðustu árum verið breytt á þann veg að skattgreiðslur stóriðjuvera hafa verið lækkaðar um helming. Af þeim sökum verða tekjur landsins af álverum á mörgum næstu árum minni en þær hefðu orðið án fjölgunar álvera og án skattabreytinganna. Landið virðist einnig hafa afsalað sér valdi til að breyta sköttum á félög til hækkunar.

Í heild má segja að efnahagslegur ávinningur Íslands af starfsemi stóriðjuvera sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum. Hann er nú vart meira en 0,1 – 0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver. Arður af íslenskum auðlindum kemur aðallega fram í hagnaði iðjuveranna og rennur vegna lágra skatta að mestu ósnertur í vasa hinna erlendu eigenda.

Í pólitískri umræðum, m.a. um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, eru allir sammála um að náttúruauðlindirnar séu eign þjóðarinnar og að tryggja beri yfirráð yfir þeim. Það er holur hljómur í þeirri umræðu á sama tíma og náttúruauðlindunum er ráðstafað í þágu útlendinga og þeim gefinn arðurinn af þeim?

Greinina í heild má sækja með tenglinum hér að neðan.

Efnahagsleg áhrif stóriðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Virðisauka er mikill á milli á milli 1.stigs hráefnavinnslu og fullframleiðslu yfirleitt.

Hráefni kostar t.d. 100 ein. og 1. stigsvinnsla kostar 50 ein. það eru 50%.

Fullframleiðsla  [mannaflsfrekari og mengunarminni og umfangsmeiri og flóknari]

1 stigs hráefni kostar 150 ein. þá kostar fullframleiðsla 150. það eru 100% 

Virðisaukin frá 50 ein. til 300 ein. eru 600%.

Þar er ekki tekið til til innfluttra þátta fullra framleiðslu eða fjármagnskostnaði og gróft mat mitt á matvæla framleiðslu.

Hinsvegar skilar fullvinnslan. 5% ávöxtunar kröfu að 300 ein. eða 15 ein.

En 1 stigið 5% af  150 ein. eru 7.5 ein

EU byrjar samkeppnigrunn sinn á hámarksverðum hráefna og 1 stig vinnslu þeirra. Það er Samkeppni reglur gilda bara um fullvinnslustigið [skyndiréttir, álegg og veitingasölur].  og svo áfram birgjar dreifingaraðilar smásala.

Bændur og sjómenn sem enn eru of margir í EU 5,7% vinnuaflans, 2,7% í Þýskalandi og 3% á Íslandi. Eru bundnir verðlagningu frá miðstýringunni hvað varðar þeirra hámarksverð.  Ef þeir geta ekki staðið undir þeim þá skapast tækifæri fyrir samruna. Hugmyndin mun vera sú sama og í USA að ná fram einni risa stórri verkssmiðju í hverri grunnsamkeppnigrein. Kjúklingar 1 stigsvinnslu handa  Pólverjum,  tómatar handa Spánverjum, Bjór fyrir Þjóðverja.

Þetta er í burðarliðnum en markmiðin eru römmuð in í Stjórnarskrár samninga EU.

Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar hafa töluverða innri hagsmuni að tryggja sínum þjóðum varanleg hráefni. Með tilliti sér í lagi hvað það skapar mörg störf.   

Það er mjög eðlilegt að leiða umræðu frá kjarna málsins í viðskiptum.

En eitt er víst að hámarka innri virðisauka útflutninga er ekki haft að leiðarljósi á Íslandi. Heldur einungs horft á innflutnings hagsmuni. Fyrirgreiðslur í kjölfar samninga við hráefnis stóriðjuvera samninga.

Þetta er sett fram til að sína gróflega hvað skilar ráðandi Ríkum EU mestum virðisauka. Hvað tækifæri Íslendinga til að ná sambærilegum viðskiptalegum þroska í framtíðinni  er hverfandi með núverandi regluverki og hvað full Miðstýringar yfiráðum til framtíðar.

Verðsamráð bænda verða óþörf ef framtíðar fullkomnunar reglur EU er set hér á það er tekin upp sami samkeppni grunnur og fullvinnslu einar í samkeppni.

Jón Bjarnason myndi þá að hætti þóknunarinnar [Commission] í EU leggja fram hámarksverðlista í upphafi hvers tímabils vegna hráefna og 1.stig vinnslu þeirra.  Að sjálfsögðu í samráði við Bændasamtökin. Óþarfi að ganga í EU til þess.

EU Umboðs þóknunin tryggir heildinni þessi hámarksverð á hugsanlega lægstu verði á hverjum tíma sér í lagi þegar horft er í lönd sem byggja ekki á hreinni Aría menningararfleið utan EU alþjóðasamfélagsins.

Júlíus Björnsson, 27.9.2009 kl. 03:56

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þau ráð sem við gætum gripið til er að meira ál verði fullunnið á Íslandi og myndi það margfalda virðisaukann. Núna flytjum við út hráál í stað þess að vinna úr því vörur s.s. felgur eða lækningavörur eða annað slíkt. Um leið og við vinnum einhvern hluta álsins fyrir útflutning skapast mikil verðmæti. Þangað verðum við að stefna þ.e. að auka útflutningsverðmæti þess.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.9.2009 kl. 09:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Adda ég held að Íslendingar verði að fara að hugsa ef þeir vilja ekki verða Bananalýðveldi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.9.2009 kl. 14:05

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef þeir vilja ekki verða? Það er spurning. Margur verður af aurum api og ekki vantar þá allstaðar í þjóðfélaginu.  Samanber áhyggjuleysið.

Júlíus Björnsson, 27.9.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband