Hvar eru mæður Íslands?

Nokkrir aldnir karlmenn hafa unnið að því að gera börn okkar og barnabörn að skuldaþrælum Breta og Hollendinga.

Össur er farin í söluherferð til Sameinuðu Þjóðanna til þess að auglýsa náttúruauðlindir Íslands sem hann kallar sustainable...sjálfbærar

Utanríkisráðuneytið virðist hafa blásið til áróðursherferðar þar sem Össur er sagður "harðorður" í ræðu sinni. En ekki fæ ég betur séð en að Össur beygi sig og bugti í þessari ræðu eins og hann gerir endranær samhliða því og hann framselur framtíð barna okkar til alþjóðafyrirtækja

Hér er linkur á ræðu Össurar.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hér er ég, hér er ég, mamma og amma. Var að skrifa mína skoðun.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:09

2 identicon

það er með ólíkindum að hann sleppir stjórnmálamönnum alver t.d. Ólafi Ragnari Grímssyni sem vað lykilinn í útrás sumra þessara svokallaðra víkinga

EP (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér er einn faðir sem stendur ekki á sama.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 16:31

4 identicon

Mæður Íslands eru greinilega áfjáðar í að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda sbr. óformlegu könnunina á þessari vefsíðu. Stór hluti af mæðrum Íslands virðast leita þangað þar sem þær eru kvaldastar.

Ófeigur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Þörf spurning Jakobína.

Hvar eru mæðurnar og ömmurnar.  Þessarar spurningar spurði ég í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar.  Þá taldi ég öruggt að breytingar yrðu, og það til góðs, því það komu fram svo margar skeleggar konur í bloggheiminum, eins og til dæmis þú, Hanna Lára og Jenný.  Og svo margar aðrar, Heiða, Rakel, Helga, Björg, Birgitta og svo ótal aðrar sem maður las til að öðlast vonina.

Mæðurnar myndu ekki láta græðgiöflin ná aftur yfirhöndinni.

Svo gerðist eitthvað.  Deilur um skegg keisarans er eitt, en sundrung Vinstri Grænna á röddum Andstöðunnar var kannski alvarlegust.  Sumar góðar konur gátu aldrei náð sér út úr því að skamma íhaldið, þó þær hefðu hrakið það frá völdum.  Vissulega er gott að fólk skammi íhaldið hressilega, aldrei of oft gert sögðu afar mínir báðir.  En þegar gott fólk réttlætir óhæfuverk gegn þjóð sinni með tilvísun í að einhvern tímann fyrir árið 0 (Hrunið) hafi einhver verið verri eða ætlað að gera eitthvað mikið verra, þá hefur það misst sjónar á um hvað barátta um betri og réttlátari heim snýst.

Og á meðan eru þrælahlekkir smíðaðir á þjóð okkar.  Og börn okkar munu erfa þá þegar við föllum frá.

Ég vissi ekki að móðurástin væri flokkspólitísk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 20:05

6 identicon

Mikið væri indælt að geta núllstillt allar misgjörðir, en það gengur ekki ef fólk vill læra eitthvað af reynslunni. Cicero kallinn sagði, að þeir sem gleymdu sögunni létu aldrei af barnaskapnum. Er ekki nóg komið af honum? Hvernig dettur þér í hug að móðurástin sé flokkspólitísk??

Ófeigur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:29

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ófeigur.

Spyr að gefnu tilefni.

Og sú spurning kemur söguþekkingu ekkert við.  Sá sem horfir framan í byssukjaftana spyr ekki um atburðarrás, hann bjargar sér.

Og fyrst að þú vitnar í söguna þá skaltu rifja upp fyrir þér stóru ástæðu þess að öldungar gyðinga í Þýskalandi hvöttu til stillingar og jafnvel samvinnu, þegar fólkið þeirra horfði framan í þau örlög sem síðan urðu þekkt undir heitinu "útrýmingarbúðir".

Þeir hefðu betur gefið skít í söguna og brugðist við aðsteðjandi ógn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 21:35

8 identicon

Ef menn hefðu þekkt söguna betur hefði hrunið aldrei átt sér stað. Með nýfrjálshyggjunni tóku menn meðvitaða ákvörðun um að GLEYMA þeirri reynslu sem undangengnar kreppur færðu okkur. Sú hugmyndafræði sem sjálfstæðisflokkurinn boðaði (svo því sé rækilega haldið til haga fyrir börn okkar) gekk út á þjóna sérhagsmunum í trássi við almannahagsmuni. Það var réttlætt með ýmsum hætti. Gleymskan, lagðist yfir samfélag okkar, stjórnmálalíf og háskóla. Nú þurfum við hins vegar að læra að MUNA.

Ófeigur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:07

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ófeigur.

Ekki skal ég gera lítið úr sögunni eða þekkingu á henni.

En sá sem getur ekki lifað í núinu og brugðist við aðsteðjandi ógn, hann ferst.

Og verður "history".

Kveðja að austan,

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 22:20

10 identicon

Sá máttur sem í menntun felst gerir okkur mögulegt að bregðast við aðsteðjandi ógn í krafti reynslunnar. Sé þetta sundurslitið er voðinn vís.

Kveðja að sunnan

Ófeigur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:35

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ófeigur aðalatriði þeirrar atburðarrásar sem við höfum verið að horfa upp á virðist hafa farið fram hjá þér.

Samfylkingin og Steingrímur J hafa ekkert lært af sögunni og viðhalda öfga-hægri stefnu í stjórnmálum á Íslandi eins og t.d.

Einkavæða bankanna aftur

Selja náttúruauðlindir

Viðhalda vitlausu kvótakerfi

Einblína á fjármálakerfi og banka í stað þess að skapa verðmæti

Safna skuldum

Beygja sig undir vilja alþjóðagjaldeyrissjóðsins osfrv.

Skiptir einhverju máli hvað böðullinn heitir?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.9.2009 kl. 23:00

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ófeigur.

Jakobína sagði svo sem allt sem ég hef verið að benda þér á.

Kjarni söguþekkingar er að þekkja atburðina, hverjir þeir voru, hvað þeir gerðu, hverjar afleiðingarnar urðu og svo framvegis.  Svo til gamans má læra nöfn.  En þau eru hvorki atburðir eða afleiðingar þeirra.

Til dæmis eru útrýmingarbúðir slæmar stofnanir, ekki vegna þess að maður að nafni Hitler bar ábyrgð á þeim, heldur vegna eðli þeirra og þess sem fór fram í þeim.  Mini, mini útgáfan af þeim sem Serbar ráku í Balkanófriðnum, var slæm, þó var Hitler ekki meðal rekstraraðila.

Mér geðjast ekki að afleiðingum helstefnu Nýfrjálshyggjunnar, óháð því hver bíður mér upp á meðul hennar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband