Fara á hina ábyrgu leið gagnvart afkomendum okkar

Við ákvarðanatöku á að velja leiðir sem skila þjóðarbúinu sem bestu í hendur afkomenda okkar. Við verðum að læra að virða komandi kynslóðir í stað þess að sópa vandamálum samtímans yfir á þær.

Ef einhver von á að vera um uppbyggingu íslensks samfélags og varðveislu íslenskrar þjóðmenningar þarf að koma ýmsum valdapólitíkusum og fólki sem er flækt í útrásina út af Alþingi.

Fóki sem var á kafi í spillingunni út úr stjórnsýslunni.

Þetta fólk ver viðvarandi spillingu enda sést vel á atburðarrásinni að stjórnarfar á Íslandi er enn gjörspillt.

Ég tek ofan fyrir Ögmundi að standa við sannfæringu sína.

 


mbl.is Fara á hina þverpólitísku leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tek líka að ofan.

Offari, 30.9.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband