Pínulitla Ísland

Toyota er 10 stærsta fyrirtæki í heimi. Starfsemenn fyrirtækisins eru 320 þúsund sem er svipaður fjöldi og fjöldi manna búsettur á Íslandi.

Velta fyrirtækisins Toyota er 25.000.000.000.000.

Velta Íslands er 1.400.000.000.000.

Skeljungur er skipaður rúmlega 100.000 starfsmönnum eða sem svarar um þriðjungi Íslendinga.

Velta fyrirtækisins er hins vegar 40 sinnum verg landsframleiðsla Íslands eða rúmlega 56.000.000.000.000

Sjá hér

Í grein forsætisráðherra Íslands á The Banker segir:

The population is small, but is also young and innovative, making it easier to overcome the present crisis. We aim to build a more balanced and sustainable basis for the Icelandic economy and maintain our full participation in international activities.

Ég hef ekkert á móti alþjóðlegum samskiptum. Það er gott fyrir þjóðir að deila með sér þekkingu, menntun og læra af menningu hvorra annarra. Samskipti og viðskipti við þjóðir á jafnréttisgrundvelli er jákvæður hlutur í framþróun.

Það er hins vegar litlum þjóðum nauðsynlegt að hafa varnir í landamærum sínum gagnvart stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru gengdarlaust gráðug og ómannúðleg í þeirri viðleitni sinni að stækka meira og meira.

Þeir sem fyrst og fremst tapa á alþjóða-auðhringjavæðingunni eru launþegar og neytendur.


mbl.is Saxhóll gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

SAmmála þér Jakobína.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.10.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér - við erum stórhuga en svo "lítil"

Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband