2009-10-22
Nathan Lewis um AGS og Ísland
Nathan Lewis skrifar:
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar fyrst og fremst sem verkfæri fjármálakerfisins. Lewis segir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann ginni, freisti, rugli og hóti forsvarsmönnum ríkisstjórna til þess að fjármagna misheppnuð veðmál bankabaróna með fjármagni skattgreiðenda í löndum þeirra. Þetta hefur verið svona lengi eða síðan í byrjun níunda áratugarins.
Lewis segist þess vegna ekki vera undrandi á því sem er að gerast á Íslandi og í Lettlandi. Hann vitnar í Michel Hudson.
Á liðnum áratug hefur Ísland verið nokkurskonar stýrð tilraun, öfgafullt prófdæmi ný-frjálshyggju hugmyndafræði. ...Eru takmörk, lína sem ríkisstjórnin dregur gegn ábyrgð almennings á einkaskuldum umfram sanngjarna getu til greiðslu án þess að það leiði til harkalegs niðurskurðar í menntun, heilbrigðiskerfi og annarra grunnþjónustu?...
ESB og ASG hefur mælt svo fyrir við ríkisstjórnir þessara landa að bæta einkaskuldir með álagi á almenning og greiða með hækkuðum sköttum, niðurskurði og skylda almenning til þess að eyða sparnaði sínum. Gremja almennings vex ekki eingöngu gagnvart þeim sem söfnuðu skuldunum -Kaupþing og Landsbankinn með Icesave og stórskuldugt eignafólk og einkavæðingasinnar í Austur og Mið Evrópu - heldur einnig gagnvart ný-frjálshyggjusmituðum ráðgjöfum og lánadrottnum sem þrengdu ríkisstjórnir til þess að selja banka og samfélagsinnviði til einkavina.
Þetta er galdurinn: að þurrka út skuldir einkaaðila með því að yfirfæra þær á skattgreiðendur. Fjöldi fólks lánaði fjármagn til banka og fyrirtækja á Íslandi og standa nú frammi fyrir gríðarlegu tapi.
Það sem ætti að gerast hér er: þeir taka tapinu. Það var engin ríkisábyrgð. Hvers vegna ættu aðilar sem höfðu engin tengsl við þessi viðskipti að þurfa að taka á sig tapið bara vegna þess að þeir búa óvart á Íslandi.
Það er möguleiki að ríkissjóður Íslands hafi alls ekki getu til þess að greiða þetta. Þá þarf ríkissjóður að taka á sig skuldir. Þegar AGS leggur til "björgunarpakka" til ríkisstjórnar, koma þeir fjármunir sem honum fylgja ekki við á Íslandi eða Lettlandi. Heldur fara fjármunirnir beint í vasa erlendra lánadrottna á stöðum eins og New York eða London.
En skuldin er enn til staðar og íslenskum skattgreiðendum er ætlað að greiða hana. Skattar hækka, sem gerir laka stöðu efnahagsmála verri. Verðmæt og nauðsynleg þjónusta er skorin niður -einmitt þegar þjóðin þarf mest á henni að halda. Við þessar aðstæður stígur AGS inn og fer að gera miklar kröfur.
Dæmigert er að þeir krefjist þess að ríkisstjórnir selji innviði samfélagsins og eignir gjaldþrota banka (sem eru verðmætar) til þess að greiða lán sem voru notuð til þess að bjarga bönkum í New York og London. Hverjir kaupa innviði samfélagsins?
Það eru dæmigert þeir hinir sömu, bankarnir í New York og London. Venjulega fyrir hrakverð.
Í kreppu er verð á eignum venjulega lágt. En ríkisstjórn sem hægt er að þvinga til þess að bjarga bönkunum er venjulega líka hægt að þvinga til þess að selja eignir á verði sem einkaaðilar myndu aldrei sætta sig við. Hudson kallar þetta "ný-frjálshyggju frjáls markaðar hugmyndafræði." Auðvitað hefur þetta ekkert að gera með lögmál kapitalismans. Þetta má kalla fasistíska heimsvaldastefnu.
Það er erfitt að freista og ginna og rugla leiðtoga ef að þú notar óaðlaðandi hugtak eins og fasistíska heimsvaldastefnu. Þess vegna eru tilboðin dulin með merkingum eins og ný-frjálshyggju frjáls-markaðar reglur.
Þetta snýst ekki um íhaldssamt og frjálshyggju. Þetta fjallar um okkur gegn banka heimsvaldasinnum og Lewis segir að lokum að leggja ætti niður AGS.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.