2009-10-27
Í kaffi hjá Rozwadowski
Ég hef komist að því að tengsl eru á milli mín og Vilhjálms Egilssonar. Vilhjálmur er í vinfengi við stóriðjuna og vill gjarnan að ég láni peninga til virkjunarframkvæmda í gegn um lífeyrissjóðinn minn. Ég er nú ekki hrifin af þessari hugmynd og vil gjarnan að peningarnir mínir séu notaðir í annað. Ég vil frekar að auðlindirnar fari að færa okkur sauðsvörtum almúganum rentu og bæti þannig lífskilyrði okkar.
Ég var dálítið forvitin um tilgang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi og skrapp því í kaffi til Rozwadowski sem tók vel á móti mér. Reyndar var hann ekkert ánægður í fyrstu þegar hann áttaði sig á því hvað ég er forvitinn en gaf síðan eftir og sagði mér heilmargt þótt hann hafi neitað að svara sumu og platað mig stundum.
Ég frétti að allir forstjórar álveranna hefðu svo farið í kaffi til Rozwadowski í dag. Ég held að þeir hafi ekki verið þar af forvitni eins og ég. Ég held frekar að þeir hafi verið að reyna að fá vin minn Rozwadowski til þess að segja ríkisstjórninni að vera ekkert að skattleggja stóriðjuna.
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 578368
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til þess að geta fært sauðsvörtum almúganum rentu þarf að koma til verðmætasköpun - og því miður þá lifum við Íslendingar ekki á fegurðinni einni saman (þá værum við ennþá ríkasta þjóð í heimi). Og enn og aftur sjáum við þetta orðfæri: Það á að gera eitthvað ANNAÐ. Og aldrei fylgir með í sögunni hvað þetta ,,annað" á að vera.
Sigrún (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 00:36
Sigrún renta sem rennur beint úr landi og í vasa auðhringa gerir almenningi lítið gagn.
Stóriðjan skapar mjög fá störf miðað við umfang en auk þess eru samningar við þá svo lélegir að Landsvirkjun getur ekki staðið undir fjármagnstekjum sínum við rekstur orkusölunnar. Svona business er kallaður arðrán þegar hann fer fram í Afríkuríkjum.
Auðhringir koma upp stóriðju kaupa orkuna fyrir smánarverð og gera samninga sem tryggir þeim að þeir skila sáralitlu í ríkissjóð eða um 0,1% á sama tíma og þeir eru með 21% útflutningi. Útflutningi sem skilur eftir sig lítið annað en sóðaskap í landinu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 01:01
Ps Þetta þýðir á endanum að Íslendingar fá enga hlutdeild í verðmætasköpun af stóriðju. Erlendir auðhringar hirða alla verðmætaaukningu sem á sér stað og flytja hana úr landi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 01:03
Nú held ég að Ríkisstjórnin verði að fara að sýna á spilin sín. Þetta ráðaleysi er farið að vera pínlegt, jafnvel fyrir okkur sem kusum VG. Það er allt í lagi að hlusta og hafa samráð en þegar umboðslausir smákóngar eru farnir að gera sig breiða og hóta, þá þarf að snupra þá. Við kusum ekki Gylfa eða Vilhjálm og þeir skulu bara átta sig á að það er ekki Ríkisstjórnarinnar að tryggja þeirra völd. Það er löngu kominn tími til að Alþýðusambandið fari í naflaskoðun á hlutverki sínu og lífeyrissjóðanna og útrými þeirri spillingu sem þar grasserar. Það er verkefni Gylfa Arnbjörnssonar. Hvað atvinnurekendur varðar þá á skilyrðislaust að leysa upp allar þeirra hagsmunaklíkur hverju nafni sem þær nefnast. Hvort sem er að ræða Sjálfstæðisflokkuinn, Verslunarráð eða L.Í.Ú, því þar fer hið eina ólöglega samráð fram!!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 01:03
Sæll Jóhannes. Þakka þér fyrir að draga Mafíuna inn í þessa umræðu. Ég er alveg sammála þér að hér þarf að fara að uppræta skipulagða glæpastarfsemi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 01:06
Vilhjálmur er vinur stóriðjunnar. Hann vill alls ekki að vinir hans í Alcoa, Century Aluminium, Rio Tinto og hvað þeir heita allir, borgi auðlindaskatt. Hann vill hækka tryggingagjaldið.
Ef Vilhjálmur fær að ráða þá fá eigendur litlu prjónastofanna og saumastofanna, sjálfstætt starfandi þýðendur, sprotafyrirtæki og síðasti kaupmaðurinn á horninu hlýjar jólakveðjur frá honum. En hlýjustu kveðjurnar fá "vinir" hans sem nýta auðlindirnar, vegina og innviði samfélagsins en flytja arðinn úr landi.
Vilhjálmur er mjööög skilningsríkur maður og ég held að Gylfi vinur hans í ASÍ sé ekki minna skilningsríkur. Saman setja þeir ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar: Annaðhvort fá þeir álver eða þeir fara í fýlu.
Helga (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 02:06
26 október var góður dagur. ríkisstjórninni tókst að standa í fæturnar. Það hefur ekki verið auðvelt.
Kristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 06:11
Góðan dag Jakobína
ég er nú nánast hættur að koma hér við á Moggablogginu. En af því að ég sendi þér áðan smá pistil tók ég fréttabút úr Frettablaðinu og þá sérðu hvað ég átti við
- Þessi uppvakningur er hér, að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnarinnar stefnu í mörgum grundvallaratriðum.
Kveðja og takk fyrir marga góða pistla KristbjörnKristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 06:28
Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan síðasta sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma.
Hagfræðideild Landsbankans fjallar um álverðið í Hagsjá sinni. Þar segir að álframleiðendur hafa dregið úr birgðastöðu samhliða fremur óhagstæðri verðþróun samkvæmt upplýsingum Alþjóða álstofnunarinnar, International Aluminium Institute.
Gögn hennar sýna að frá því verð tók að þokast upp á við á ný samhliða viðsnúningi í efnahagskerfi heimsins í mars síðastliðnum hefur dregið úr álbirgðum á heimsvísu. Í júlí var lækkun birgðastöðu rúm 21% frá fyrra ári en í september nam lækkunin 24%
Verðmæti útflutts áls fyrstu átta mánuði ársins var 34% af heildarverðmæti íslensks útflutnings samkvæmt sundurliðun Hagstofunnar. Að magni til jókst álútflutningur um 12,6% frá fyrstu átta mánuðum ársins 2008 en sökum slakrar verðþróunar var verðmæti álútflutnings 3% rýrara á þessu ári en árinu áður.
Sú staðreynd að nú virðist sem álverð sé búið að festa sig í sessi á bilinu 1.800 til 2.000 USD/tonn er því afar jákvætt fyrir vöruskiptajöfnuðinn íslenska.
Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi. Spár sem borist hafa undanfarið um þjóðarhag gera ráð fyrir a.m.k. einni fjárfestingu í stóriðju tengdri álframleiðslu.
Meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári. Komi ekki til fjárfestingar í áliðnaði af þessari stærð er þörf á annarri jafnstórri til þess að ekki þurfi að endurskoða spár til hins verra.
Kv.Óskar
Óskar (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:09
Ef þetta á að vera sending til mín Óskar, þá verður að viðurkennast að svona fréttir hressa eitthvað upp á Landsvirkjun. Sem er með sérkennilega samninga. En enginn veit samt hvað raforkan er seld á.
Þrátt fyrir allan þennan vísdóm þinn Óskar.
Verður það ekki til þess að finna nægjanlegar orkulindir fyrir 360 þús tonna álver í Helguvík, á landssvæði Reykjanesbæjar
Kristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 10:23
Þá dettur það dautt niður hlítur að vera, þá þarf ekki að hugsa um það meir.
Menn reisa ekki virkjunn án orku.
Óskar (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:57
Álver án orku átti þetta að vera:)
óskar (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 11:13
Í nafni stöðugleikans getur allt gerst Óskar, jafnvel virkjun án orku
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 11:28
" Við kusum ekki Gylfa eða Vilhjálm og þeir skulu bara átta sig á að það er ekki Ríkisstjórnarinnar að tryggja þeirra völd. Það er löngu kominn tími til að Alþýðusambandið fari í naflaskoðun á hlutverki sínu og lífeyrissjóðanna og útrými þeirri spillingu sem þar grasserar. Það er verkefni Gylfa Arnbjörnssonar. Hvað atvinnurekendur varðar þá á skilyrðislaust að leysa upp allar þeirra hagsmunaklíkur hverju nafni sem þær nefnast. Hvort sem er að ræða Sjálfstæðisflokkuinn, Verslunarráð eða L.Í.Ú, því þar fer hið eina ólöglega samráð fram!!"
Vel sett fram, Jóhannes Laxdal, og ég er algerlega sammála. Geturðu kannski sent Gylfa og stjórnvöldum þetta?
ElleE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:31
Og auðvitað er það þjóðin sjálf sem á að hagnast á auðlindunum landsins. Hitt er svívirðilegt að auðmenn hagnist á landinu okkar. Og nógu slæmt þó hagnaðurinn fari nú ekki úr landi í þokkabót.
ElleE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:36
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.