Furðulegt hvað menn taka sér fyrir hendur

Hvernig í ósköpunum dettur þingmönnum í hug að samþykkja þetta plagg sem mun að öllum líkindum leiða til atvinnuleysis og landsflótta?

Hvaða hagsmunir eru svo ríkir að þeir eru tilbúnir að fórna framtíð barna okkar fyrir þá?

Eftirfarandi pistill var birtur í Morgunblaðinu s.l. laugardag:

Eiríkur Tómasson skýrir í Speglinum á RUV frá afstöðu Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann segir að Bretar og Hollendingar hafi byggt kröfu sína á því að hið íslenska tryggingakerfi hafi alls ekki reynst fullnægjandi þegar bankarnir hrundu hér á landi og þar af leiðandi sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir að hafa ekki fullnægt skuldbindingu sinni samkvæmt þessum tilskipunum.

Það liggur fyrir að Íslendingar uppfylltu skilyrði tilskipunar ESB um að setja á stofn tryggingarkerfi til þess að veita innistæðueigendum í bönkum og öðrum innlánsstofnunum vernd ef svo færi að þessar stofnanir lentu í greiðsluþroti.

Samkvæmt lögum um tryggingarsjóðinn skyldi heildareign innstæðudeildar sjóðsins að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári.

Krafa Breta og Hollendinga byggir því á því að ekki voru fyrirliggjandi fjármunir í tryggingasjóðnum umfram það sem lögbundið er. Ef það er krafa þeirra að nægilega miklir fjármunir skyldu liggja fyrir í sjóðnum til þess að bæta öllum innistæðueigendum tap sitt við kerfishrun þá þýðir það að bankarnir hefðu þurft að leggja nánast allar innistæður beint í tryggingasjóðinn. Það er ekki fræðilega mögulegt að reka innlánskerfi í banka á þeim forsendum nema að taka greiðslu frá innlánseigendum, t.d. í formi neikvæðra vaxta, fyrir að geyma fjármuni þeirra af 100% öryggi enda endurspegla jákvæðir vextir áhættu.

Það hefur ekki heldur komið fram hvað Bretar og Hollendingar telja „fullnægjandi" í þessu samhengi. Það segir t.d. ekkert um það í ESB tilskipuninni hvað teljist fullnægjandi og það eitt gerir forsendur kröfu Breta og Hollendinga veikar. Íslensku lögin um tryggingasjóð hafa verið talin fullnægja ESB tilskipuninni og farið var að þeim lögum.

Þá kemur það skýrt fram í tilskipuninni að óheimilt er að veita tryggingasjóðnum ríkisábyrgð en það er einmitt þess sem Bretar og Hollendingar eru að krefjast, þ.e. að Íslendingar brjóti umrædda tilskipun. Þetta ákvæði hljómar svo: the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities.

Krafa Breta og Hollendinga þýðir að renna muni að lágmarki 600 milljarðar úr íslensku efnahagskerfi í breskan og hollenskan ríkissjóð á komandi árum en það mun frysta íslenskt atvinnulíf og hafa ruðningsáhrif sem mun gera búsetu erfiða á Íslandi.

Vissulega skiptir þetta gríðarlegu máli en það skiptir ekki minna máli að atferli aðila í þessu máli brjóta lögmál um góða siðmenningu og rétt almennings til laga og reglu sem verndar hag þeirra. Í því tilliti má halda því fram að það sé skylda Íslendinga að spyrna við í þessu máli og leita sanngjarnrar málsmeðferðar. Það getur aldrei talist að uppgjör hafi farið fram á Íslandi eftir bankahrunið ef þjóðin verður kúguð til þess að beygja sig undir þennan yfirgang í því skyni að fyrra óþægindum sem ESB, Bretar eða Hollendingar geta hugsanlega valdið.


mbl.is Icesave rætt í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er að verða spennandi hvað gerist.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vonandi verður þetta fellt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jebb.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jakobína, ég fæ ekki betur séð, en við séum algerlega samstíga í þessu máli.

Sjá færslu mína: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/974501/

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.11.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Með sömu rökum værum við að viðurkenna að neyðarlögin stæðust ekki lagalega. Hverslags skaðabótaskyldu myndi það baka okkur?  Svo má benda á að þetta mál var strax tekið úr hinu lagatæknilega ferli og sett í pólitískt ferli. Við það verðum við að una.  Auðvitað væri það frábært ef við gætum trekkt klukkuna afturábak og snúið við ákvörðunum sem teknar voru í aðdraganda hrunsins og í kjölfarið en það er bara ekki í boði. Deal with it

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jóhannes virðist vera í einhverjum laga-jöfnunar-leik. Neyðarlögin er allt annað mál en ábyrgðarlögin um Icesave-samninginn. Um bæði gildir þó, að þau voru sett við þvingandi aðstæður sem ESB-löndin áttu sök á.

 

Jóhannesi er auðvitað frjálst að taka upp handskann fyrir Breta og Hollendinga, ef honum finnst þessar nýlenduþjóðir ekki hafa nægileg úrræði til að beita smáþjóðir yfirgangi.

 

Icesave-málið var vissulega sett í pólitískan farveg að kröfu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, en sú leið skilaði okkur engu nema hörmungum. Á það má benda, að bæði Guðbjartur Hannesson og Össur Skarphéðinsson hafa bent á, að afnema megi Icesave-ábyrgðina, en þeir vilja bara ekki gera það strax heldur síðar.

 

Íslendsk stjórnvöld hafa alltaf haldið til haga, að lagaskyldu skortir fyrir Icesave-samningnum. Það er með lögum sem réttarríki starfa og því er eðlilegt og raunar nauðsynlegt að röng og óréttlát lög séu afnumin. Varðandi Icesave-ábyrgðina verður það auðvitað að ske með YFIRLÝSINGU, þar sem málsatvik eru rakin. Enginn rétthugsandi maður, innan lands né utan, dregur í efa réttmæti þess að fella niður lög sem brjóta bæði lagaforsendur og siðferðislegar forsendur.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.11.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína fyrir mjög góða samantekt.

Nauðsynlegt að fólk hafi staðreyndir málsins á tæru núna þegar lokaorrustan er framundan.  Sérstaklega þegar fólk hlustar á þvingaðan málflutning Guðfríðar Lilju, sem talar greinilega þvert á hug sér.

En ICEsave er tilræði við allan almenning þessa lands.  Og það er sjúkt hugarfar þegar fólk grípur til beinna rangfærsla til að réttlæta þessa fjárkúgun breta og undanlátssemi núverandi ríkisstjórnar gagnvart þeim.  Frasinn með neyðarlögin hefur margoft verið hrakinn, eftir grein Stefáns Más Stefánssona og Lárusar Blöndal um hina meintu mismunun sem þar á að koma fram, og þeir hröktu svo eftirminnilega, þá hefur enginn málsmetandi maður haldið þessu bulli fram.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2009 kl. 20:43

8 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Tek undir með þér Jakobína. Gott að finna að það er til fólk sem gefst ekki svo auðveldlega upp fyrir þeim áróðri sem yfir okkur dynur alla daga. Lokaorrustan er að hefjast.

Helga Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 00:18

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega sammála Helgu Þórðardóttur, lokaorrustan er að hefjast. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2009 kl. 00:30

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eftir að lesið Öll þessi stjórnskipunarlög EU dettur mér ekki í hug að þetta sé hluti af stóra samhenginu. Tryggja sér ráðstöfunar rétt yfir hráefnum og 1 stigi vinnslu þeirra næst aldirnar í þágu efnahags Breta m.a. það gera þeir með að koma okkur inn í EU skuldugum upp fyrir haus. Einka Fjármálakerfið borgar skatta í EU Seðlabankerfið svo Íslenskar kennitölur fá að hafa það í friði. En utanríkisverslun það er tækifæri til að fá betri verð utan litla-Alþjóða samfélagsins eru engin.

Þessi meinta fyrirsjón Breta sem er búið að millifæra á Íslenskan almenning með rangri vaxtaviðmiðunar vísitölu það er ekki þróun fasteignaverðs á heimamarkaði er ekki nema smáaurar í augum stærsta fjármálaveldis í heimi.

Tekjurnar af Íslandi til lengri tíma það er fjárfesting.

Það gleymist að gera þjóðinni grein fyrir að EES bauð upp á lánafyrirgreiðslur að hálfu EU, til uppbyggingar innri markaðar og samkeppni hæfni síðar eftir innlokun.

Þetta tryggði Íslandi hlut í uppbyggingar áhættu fyrrum sovét ríka og líka Svíum ,

Stór hluti fór í að halda upp taprekstri í UK og Danmörku. Langtímalán fyrir smá útborgum með veði í því keypta og bið eftir greiðslu á hárri ávöxtunarkröfu. Þannig gengur þetta fyrir sig svo er byrja að gambla með reiðuféð sem kemur inn.

Rökin eru þau seljendur geti ekki tapað á því að leyfa öðrum að spreyta sig.

Það sem ekki þolir dómstóla er leist eftir stjórnmálalegum leiðum í farvegi sem er  verndaður með leyndarhjúpi laganna. Það er ekki hægt að fara með almenning verr en þessi stjórnmálamenn hafa gert.

Ef þeir trúa því að sé farið fyrir Dómstóla og að lögum EU þá mun Litla-Alþjóða Samfélagið útloka okkur þá eiga þeir að koma hreint fram og segja það.

Það er skortur á góðum próteinum og þeir sem eru efst í fæðukeðjunni er um 60 milljónir í öllum heiminum og hugsanlegir tollar eru engin fyrirstaða á þeim markaði. 

Svo eru þessar þvingunaraðgerðir heimilar ef og þá aðeins ef efnahagshryðjuverk af hálfu Íslendinga sem þjóðarheildar eru sannanleg. 

Málið er það svona mál eiga að fara leynt samkvæmt lögum EU meðan sá ógnvænlegi eða seki sýnir betrun bót. Hinsvegar er aðferðum þvingunar lýst með lögum EU nákvæmlega á þann hátt sem birtist mér í framkvæmd.

Það má líka finna skýringu biðsjóði IMF í stjórnskipunarlögum EU: framlag Seðlabanka Meðlimarins á Íslandi [Skatterindreka Umboðs EU] í Kerfi Evrópskra Seðlabanka. Stóra biðsjóð Evrópska Seðlabankans í gjaldmiðli öðrum en evrum.

Skuldseta fyrirtækjakerfið hér ásamt  almenningi borgar svo vaxtaskatta í Íslenska Selabanka útibúið og gróða kerfisins er svo skipt hlutfallslega að hluta milli Milli Meðlima-Ríkjanna. 

Þekking fárra einstaklinga sem hafi sett heimsmet í að arðræna þjóðina er ekki þekking sem ég vil sjá.

Nóg er hér hafi fólki sem ég þekki persónulega sem getur stundað heilbrigð viðskipti á öllum sviðum viðskipta ef það fær tækifæri.

Það væri mjög gott að öll þess sérþekking undanfarinn ára væri tröllum gefin.

Lítilsvirðingin við alla hina sér í lagi viðskiptamenntaða að koma með svona réttlætingu.

Það er fullkomleg löglegt í EU að leggja langvarandi taprekstur í þjónustugeira niður. Í okkar dæmi myndi það refsa þeim sem lánuðu pakkinu. Þetta er ekkert flókið að reka verslun ef ábyrgðin er fyrir hendi. Þú selur dýrar en keyptir þannig að nægir fyrir kostnaði. Hefur hugfast að breytingar breytinga vegna sem kosta lánsvexti geta reynst dýrkeyptar.

EU byggist alls ekki á samábyrgð heldur að hver eining er ábyrg að lögum og aðfararhæf. Hvergerði t.d. verður að fá lán í einbanka sem fær lán hjá seðlabanka. Það er lög mikil áhersla á þetta ábyrgðar sjálfstæði og samsvarandi eftirlitsskyldu. Áður gátu nefnilega smá Ríki tekið lán í sínu eigin nafni fyrir öll þjónustu fyrirtæki og stjórnsýslu einingar. Þá væri Ísland sem eining eins og erlendur fjárfesti að meðalstærð.    

Þegar hinir skuld litlu fasteigna eigendur gera sér grein fyrir að 80 milljóna eignin er kominn til að fara á 40 milljónir stöðugt þá mun baráttan styrkjast.

Liðið sem er að reyna útrýma almenningi hér, andlit þeirra munu lifa lengi eftir þeirra daga.

Júlíus Björnsson, 8.11.2009 kl. 05:48

11 identicon

Icesave-nauðungina verður að fella.  Við skuldum ekki Icesave einkaskuld Björgólfs Thórs og kemur ekkert neyðarlögunum við.  Þau voru engin mismunun, heldur NEYÐARLÖG.  Ætluð til að bjarga fjármálakerfi landsins.  Önnur lönd, og þar með talin Bretland og Holland, björguðu líka sínum fjármálakerfum. 

Við getum ekki lagst kylliflöt fyrir kúgun og yfirgangi stórvelda - á kostnað barnanna okkar - bara af því þeir heimta af okkur peninga og af því Helgi Hjörvar, Jóhanna Sig. og Össur Skarphéðinsson ÆTLA inn í niðurlægjandi bandalag með þeim.  Helgi, Jóhanna og Össur og co. geta bara flutt.  

ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband